Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:31 Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun