Enski boltinn

Var ekki nógu á­nægður með Trent

Aron Guðmundsson skrifar
Trent og Slot í leik Liverpool
Trent og Slot í leik Liverpool Vísir/Getty

Arne Slot, þjálfari Eng­lands­meistara Liver­pool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með fram­lag Trent Alexander Arn­old á æfingum liðsins í upp­hafi tíma­bils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tíma­bilið.

„Ég var ekki nógu ánægður með hverja einustu mínútu sem hann varði á æfinga­svæðinu. Að mínu mati hefði hann geta gert betur á ákveðnum stundum og við töluðum um það. En með það í huga sagði ég við hann væri mun betri varnar­maður en margir töldu hann vera. Hann þyrfti hins vegar að sýna það oftar. Það væri það sem að hann þyrfti að bæta.“

Um­ræðan um Trent spratt upp á blaða­manna­fundi því Slot var spurður út í viðbrögðin sem leik­maðurinn hefur fengið frá stuðnings­mönnum Liver­pool í undan­förnum leikjum eftir að greint var frá því að hann væri að yfir­gefa félagið. Til að mynda baulaði ákveðinn hópur stuðnings­manna Liver­pool á hann á Anfi­eld þegar að Arsenal mætti í heimsókn. Slot hefur rætt við Trent um málið.

„Ég tala við flesta leik­menn, kannski ekki á degi hverjum en ég ætti kannski að gera það oftar , sér­stak­lega ef uppi eru ákveðnar aðstæður.“

Liver­pool lyftir bikarnum fyrir sigur í ensku úr­vals­deildinni á Anfi­eld eftir leik gegn Crys­tal Palace á sunnu­daginn kemur. Loka­um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar fer fram þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×