Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 17:20 Rauða spjaldið sem Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk gegn Manchester United reyndist dýrt. getty/James Gill Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Mikil barátta var um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu. Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira