Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 18:33 Daði Berg Jónsson heldur áfram að setja boltann í netið fyrir Vestra. vísir/anton Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. Stjarnan mætti af fítonskrafti í leikinn en þjálfari þeirra Jökull Elísabetarson bað menn um að spila af krafti og af hraða og fékk hann það sem hann vildi í upphafi. Strax á 6. mínútu skoraði Guðmundur Baldvin Nökkvason og var það verðskuldað. Boltinn dansaði í teignum á milli manna áður en hann barst til Guðmundar sem skilaði boltanum í netið. Stjörnumenn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og Vestri virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Ekki fyrr en um miðjan hálfleik þar sem Vestri náði sönsum og ákveðinni yfirhönd án þess að skapa sér færi að ráði. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið og staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Ef marka má gang síðari hálfleiks þá hefur hárþurrkan verið ræst í búningsherbergi Vestra en eitthvað verið rólegra hjá Stjörnumönnum. Vestri mætti eins og naut í flagi út í seinni hálfleikinn og sló öll vopn úr höndum Stjörnumanna. Pressan var mikil og áköf og Stjörnumenn náðu engum takti í sinn leik og bar hún ávöxt á 49. mínútu þegar Gunnar Jónas Hauksson jafnaði metin fyrir Vestra. Heimamenn vann boltann og voru fljótir að koma boltanum á Daða Berg sem missti boltann frá sér á Diego Montiel sem lagði boltann á Gunnar Jónas sem þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum af D-boganum í hornið vinstra megin við Árna í markinu sem réð ekki við neitt. Vestri voru ekki hættir og Stjarnan réði ekki við kraftinn í heimamönnum. Daði Berg Jónsson, sem hafði ekki mikið sést í fyrri hálfleik, kveikti á sér og á 75. mínútu koma hann sínum mönnum yfir. Heimamenn unnu boltann fljótt aftur eftir hreinsun frá Stjörnunni. Diego Montiel átti fyrirgjöf sem Daði skallað aftur fyrir sig og boltinn skoppaði í varnarnmann gestanna og aftur til Daða sem lagði boltann í netið af stuttu færi. Daði Berg innsiglaði síðan sigurinn á 89. mínútu þegar varamaðurinn Silas Songani fékk boltann eftir að Vestri vann boltann á miðjunni. Hann geystist upp að endalínunni, fékk endalausan tíma til að skima teiginn, áður en hann sparkaði boltanum í Daða Berg og inn. Tilraunir Stjörnumanna til að komast aftur inn í leikinn voru máttlitlar og fáar. Það var eins og vindurinn sem var í upphafi leiks hafi gufað upp og Vestramenn gengu á lagið, gjörsigruðu seinni hálfleikinn og komu sér í annað sæti deildarinnar. Atvik leiksins Jöfnunarmark Vestra var atvik leiksins. Það gaf tóninn fyrir það sem koma skildi og var stórglæsilegt. Gunnar Jónas Hauksson negldi boltann í netið og það jók orkuna í liðinu og hjálpaði liðinu að innbyrða sigurinn. Stjörnur og skúrkar Daði Berg Jónsson er stjarna leiksins. Hann var týndur, ásamt fleiri Vestramönnum, í fyrri hálfleik en mætti heldur betur til leiks í síðari hálfleik. Hann var til ama fyrir varnarmenn Stjörnunnar og skoraði tvö mörk til að tryggja sigur sinna manna. Leikmenn Stjörnunnar þurfa að líta í eigin barm. Þeir gjörsamlega hurfu inn í skelina og gáfu eftir í seinni hálfleik. Skúrka frammistaða þar á bæ eftir frábæra byrjun. Umgjörð og stemmning Mikil og góð stemmning á Kerecis vellinum í dag. Fallegt vallarstæði og frábærar aðstæður. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson var með góða stjórn á leiknum í dag. Menn reyndu að vera harðir af sér, voru of harðir oft og tíðum og Helgi notaði spjöldin vel til að stýra sýningunni. Hann á skilið 8 í einkunn í dag ásamt teyminu sínu. Viðtöl: Davíð Smári: Vestra liðið er ennþá inn í leikjunum þó það lendi undir „Mér líður ofboðslega vel. Við sýndum karakter“, sagði þjálfari Vestra, Davíð Smári Lamude, þegar hann var beðinn um viðbrögð við sigri sinna manna á Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við byrjuðum leikinn skelfilega fyrstu tíu fimmtán mínúturnar. Við vorum algjörlega út á þekju og ég verð bara að taka það á mig. Mögulega var spennustigið sem ég reyndi að stilla fyrir leik komið í bakið á mér. Við þurftum að þreifa á leiknum, fengum á okkur mark auðvitað allt of snemma en þurftum að vera þolinmóðir. Við sýndum fína spilakafla í fyrri hálfleik þó fyrstu mínúturnar hafi verið hræðilegar og svo bara komum við með allt annað orkustig í seinni hálfleikinn. Stigum á þá, vorum hugrakkir með boltann og sköpuðum okkur fínar stöður. Ég er bara gríðarlega sáttur við vinnuframlagið í liðinu og niðurstöðuna.“ Hvað sagði Davíð eiginlega við strákana sína í hálfleik? „Menn voru gríðarlega ósáttir við það sem ég sagði í hálfleik. Við vorum kjarklausir og huglausir, litlir í okkur og bara eins og aular. Menn fengu bara aðeins að skynja það og sumir voru ósáttir og sumir ekki. Mér fannst samt menn vera sammála miðað við það sem ég fékk í seinni hálfleik. Við bara fórum vel yfir hlutina.“ Davíð var þá spurður að því hvernig hann náði að kveikja á Daða Berg í seinni hálfleik eftir að hann hafi verið lítt sjáanlegur í þeim fyrri. „Það þurfti ekki mikið til að hann bætti sinn leik, hann varla snerti boltann í fyrri hálfleik. Ég bara bað hann um að koma aðeins niður og vera hugrakkann og finna hálfsvæðin aðeins betur. Mér fannst við gera það.“ Þetta ævintýri Vestra heldur áfram. Hvað eru þeir byrjaðir að láta sig dreyma um? „Ég er farinn að dreyma um að mæta Víking í næsta leik og ég er búinn að svara því hvað gerist ef Vestra liðið lendir undir. Vestra liðið er ennþá inn í leikjunum þó það lendi undir. Það er það sem við tökum með okkur úr þessum leik.“ Benedikt: Við bara mættum ekki í seinni hálfleikinn Benedikt Warén var að mæta á sinn gamla heimavöll aftur en hann spilaði með Vestra í fyrra við góðan orðstír. Endurkoman súrnaði heldur betur í seinni hálfleik. „Við bara mættum ekki í seinni hálfleikinn. Við vorum á eftir í öllu og þeir voru bara miklu betri en við á öllum sviðum í seinni hálfleik.“ Þetta hljóta að vera gríðarleg vonbrigði því Stjörnumenn komu gríðarlega sterkir inn í leikinn. „Byrjuðum þetta mjög vel. Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Byrjum þetta mjög vel en svo bara fer þetta eins og þetta fer og þeir áttu þetta skilið.“ Á þessum tímapunkti viðtalsins voru óp áhorfenda heyranleg. Spurt var hvort þetta voru gömlu félagarnir að öskra á Benedikt og hvort það væri erfitt að horfa upp á þetta. „Nei nei, ég bjóst alveg við þessu. Þeir voru bara flottir í dag og áttu það skilið. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira þetta var flottur sigur fyrir þá.“ Að lokum var Benedikt spurður út það að koma aftur á Ísafjörð og hvort það væri skrýtið að koma og spila hérna. Benedikt fékk þakklætisvott fyrir leik og var hann spurður út í það hvort það hafði truflað. „Ég bjóst ekki við þessari viðurkenningu. Það er mjög gaman að koma hingað, ég var búinn að vera hérna í allan dag. Mér þykir vænt um þennan stað en leiðinlegt hvernig þetta fór.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan
Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. Stjarnan mætti af fítonskrafti í leikinn en þjálfari þeirra Jökull Elísabetarson bað menn um að spila af krafti og af hraða og fékk hann það sem hann vildi í upphafi. Strax á 6. mínútu skoraði Guðmundur Baldvin Nökkvason og var það verðskuldað. Boltinn dansaði í teignum á milli manna áður en hann barst til Guðmundar sem skilaði boltanum í netið. Stjörnumenn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og Vestri virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Ekki fyrr en um miðjan hálfleik þar sem Vestri náði sönsum og ákveðinni yfirhönd án þess að skapa sér færi að ráði. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið og staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Ef marka má gang síðari hálfleiks þá hefur hárþurrkan verið ræst í búningsherbergi Vestra en eitthvað verið rólegra hjá Stjörnumönnum. Vestri mætti eins og naut í flagi út í seinni hálfleikinn og sló öll vopn úr höndum Stjörnumanna. Pressan var mikil og áköf og Stjörnumenn náðu engum takti í sinn leik og bar hún ávöxt á 49. mínútu þegar Gunnar Jónas Hauksson jafnaði metin fyrir Vestra. Heimamenn vann boltann og voru fljótir að koma boltanum á Daða Berg sem missti boltann frá sér á Diego Montiel sem lagði boltann á Gunnar Jónas sem þakkaði fyrir sig og þrumaði boltanum af D-boganum í hornið vinstra megin við Árna í markinu sem réð ekki við neitt. Vestri voru ekki hættir og Stjarnan réði ekki við kraftinn í heimamönnum. Daði Berg Jónsson, sem hafði ekki mikið sést í fyrri hálfleik, kveikti á sér og á 75. mínútu koma hann sínum mönnum yfir. Heimamenn unnu boltann fljótt aftur eftir hreinsun frá Stjörnunni. Diego Montiel átti fyrirgjöf sem Daði skallað aftur fyrir sig og boltinn skoppaði í varnarnmann gestanna og aftur til Daða sem lagði boltann í netið af stuttu færi. Daði Berg innsiglaði síðan sigurinn á 89. mínútu þegar varamaðurinn Silas Songani fékk boltann eftir að Vestri vann boltann á miðjunni. Hann geystist upp að endalínunni, fékk endalausan tíma til að skima teiginn, áður en hann sparkaði boltanum í Daða Berg og inn. Tilraunir Stjörnumanna til að komast aftur inn í leikinn voru máttlitlar og fáar. Það var eins og vindurinn sem var í upphafi leiks hafi gufað upp og Vestramenn gengu á lagið, gjörsigruðu seinni hálfleikinn og komu sér í annað sæti deildarinnar. Atvik leiksins Jöfnunarmark Vestra var atvik leiksins. Það gaf tóninn fyrir það sem koma skildi og var stórglæsilegt. Gunnar Jónas Hauksson negldi boltann í netið og það jók orkuna í liðinu og hjálpaði liðinu að innbyrða sigurinn. Stjörnur og skúrkar Daði Berg Jónsson er stjarna leiksins. Hann var týndur, ásamt fleiri Vestramönnum, í fyrri hálfleik en mætti heldur betur til leiks í síðari hálfleik. Hann var til ama fyrir varnarmenn Stjörnunnar og skoraði tvö mörk til að tryggja sigur sinna manna. Leikmenn Stjörnunnar þurfa að líta í eigin barm. Þeir gjörsamlega hurfu inn í skelina og gáfu eftir í seinni hálfleik. Skúrka frammistaða þar á bæ eftir frábæra byrjun. Umgjörð og stemmning Mikil og góð stemmning á Kerecis vellinum í dag. Fallegt vallarstæði og frábærar aðstæður. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson var með góða stjórn á leiknum í dag. Menn reyndu að vera harðir af sér, voru of harðir oft og tíðum og Helgi notaði spjöldin vel til að stýra sýningunni. Hann á skilið 8 í einkunn í dag ásamt teyminu sínu. Viðtöl: Davíð Smári: Vestra liðið er ennþá inn í leikjunum þó það lendi undir „Mér líður ofboðslega vel. Við sýndum karakter“, sagði þjálfari Vestra, Davíð Smári Lamude, þegar hann var beðinn um viðbrögð við sigri sinna manna á Stjörnunni fyrr í kvöld. „Við byrjuðum leikinn skelfilega fyrstu tíu fimmtán mínúturnar. Við vorum algjörlega út á þekju og ég verð bara að taka það á mig. Mögulega var spennustigið sem ég reyndi að stilla fyrir leik komið í bakið á mér. Við þurftum að þreifa á leiknum, fengum á okkur mark auðvitað allt of snemma en þurftum að vera þolinmóðir. Við sýndum fína spilakafla í fyrri hálfleik þó fyrstu mínúturnar hafi verið hræðilegar og svo bara komum við með allt annað orkustig í seinni hálfleikinn. Stigum á þá, vorum hugrakkir með boltann og sköpuðum okkur fínar stöður. Ég er bara gríðarlega sáttur við vinnuframlagið í liðinu og niðurstöðuna.“ Hvað sagði Davíð eiginlega við strákana sína í hálfleik? „Menn voru gríðarlega ósáttir við það sem ég sagði í hálfleik. Við vorum kjarklausir og huglausir, litlir í okkur og bara eins og aular. Menn fengu bara aðeins að skynja það og sumir voru ósáttir og sumir ekki. Mér fannst samt menn vera sammála miðað við það sem ég fékk í seinni hálfleik. Við bara fórum vel yfir hlutina.“ Davíð var þá spurður að því hvernig hann náði að kveikja á Daða Berg í seinni hálfleik eftir að hann hafi verið lítt sjáanlegur í þeim fyrri. „Það þurfti ekki mikið til að hann bætti sinn leik, hann varla snerti boltann í fyrri hálfleik. Ég bara bað hann um að koma aðeins niður og vera hugrakkann og finna hálfsvæðin aðeins betur. Mér fannst við gera það.“ Þetta ævintýri Vestra heldur áfram. Hvað eru þeir byrjaðir að láta sig dreyma um? „Ég er farinn að dreyma um að mæta Víking í næsta leik og ég er búinn að svara því hvað gerist ef Vestra liðið lendir undir. Vestra liðið er ennþá inn í leikjunum þó það lendi undir. Það er það sem við tökum með okkur úr þessum leik.“ Benedikt: Við bara mættum ekki í seinni hálfleikinn Benedikt Warén var að mæta á sinn gamla heimavöll aftur en hann spilaði með Vestra í fyrra við góðan orðstír. Endurkoman súrnaði heldur betur í seinni hálfleik. „Við bara mættum ekki í seinni hálfleikinn. Við vorum á eftir í öllu og þeir voru bara miklu betri en við á öllum sviðum í seinni hálfleik.“ Þetta hljóta að vera gríðarleg vonbrigði því Stjörnumenn komu gríðarlega sterkir inn í leikinn. „Byrjuðum þetta mjög vel. Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Byrjum þetta mjög vel en svo bara fer þetta eins og þetta fer og þeir áttu þetta skilið.“ Á þessum tímapunkti viðtalsins voru óp áhorfenda heyranleg. Spurt var hvort þetta voru gömlu félagarnir að öskra á Benedikt og hvort það væri erfitt að horfa upp á þetta. „Nei nei, ég bjóst alveg við þessu. Þeir voru bara flottir í dag og áttu það skilið. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira þetta var flottur sigur fyrir þá.“ Að lokum var Benedikt spurður út það að koma aftur á Ísafjörð og hvort það væri skrýtið að koma og spila hérna. Benedikt fékk þakklætisvott fyrir leik og var hann spurður út í það hvort það hafði truflað. „Ég bjóst ekki við þessari viðurkenningu. Það er mjög gaman að koma hingað, ég var búinn að vera hérna í allan dag. Mér þykir vænt um þennan stað en leiðinlegt hvernig þetta fór.“