Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Óskar Smári á hliðarlínunni.
Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í Bestu deild kvenna, er Skagfirðingur í húð og hár. Í gær sótti hann þrjú stig gegn Stólunum en tilfinningarnar báru hann næstum ofurliði í viðtali í leikslok.

Sigurmark Fram kom í blálokin en það var þó ekki markið sem olli því að Óskar virtist nánast brotna niður í tilfinningarússíbana í viðtalinu.

Fyrirliði Tindastóls, Bryndís Rut Haraldsdóttir, er systir Óskars og þeirri staðreynd fylgdu greinilega miklar tilfinningar.

„Ég skal vera heiðarlegur. Ég hélt þetta yrði allt öðruvísi. Ég átti von á að þetta yrði bara nokkuð gaman og skemmtilegt. Þetta var bara tilfinningamikið og erfitt.”

Það er ljóst að það er mikill og djúpur systkinakærleikur á milli þeirra Óskars og Bryndísar en svar Óskars í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Óskar Smári komst við



Fleiri fréttir

Sjá meira


×