Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 17:15 Það virðist ekki enn öruggt að Ange Postecoglou verði áfram stjóri Tottenham, eftir skelfilegt gengi í ensku úrvalsdeildinni en Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Justin Setterfield Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni. Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira