Hamingjusöm pör noti mikið samanburð við aðra Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. maí 2025 12:13 Kristín Tómasdóttir vann rannsókn sína út frá viðtölum við átta hamingjusöm pör. Vísir/Vilhelm/Getty Fjölskyldumeðferðarfræðingur segir mótlæti, þakklæti og samanburð við önnur pör vera það helsta sem einkennir hamingjusöm pör. Ástin hafi óþolandi mikil áhrif á hamingju fólks bæði til góðs og ills. Hamingjusöm pör séu fimmfalt afkastameiri en aðrir. Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, lauk nýlega við meistararitgerðina „Hamingjusöm pör á Íslandi“ sem hún skrifaði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin að baki ritgerðinni byggðist á viðtölum við átta pör sem töldu sig vera í hamingjusömum parasamböndum. Kristín kom í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða um rannsóknina og hamingjusöm pör. Mótlæti ýti undir hamingju Ein helsta niðurstaðan sem kom fram í rannsókn Kristínar var að mótlæti ýtir undir tilfinningu fólks að það sé í hamingjusömum parasamböndum. „Eitt af því sem kom fram í þessari rannsókn sem ég var að gera á hamingjusömum pörum að mótlæti er eitt af því sem ýtir undir hamingju í parasamböndum. Þá kannski sérstaklega utanaðkomandi mótlæti en líka mótlæti í sambandinu þegar fólk finnur að það sé að reyna á og makinn er styðjandi,“ segir Kristín. Eru allir sammála um hvað það er að vera hamingjusamar? „Þetta með hamingjuna og ástina er eitthvað sem heimspekingar til forna voru að reyna að svara og það hefur engum tekist það almennilega,“ segir Kristín. „Það er alltaf byggt á einhverju sjálfsmati.“ „Hamingjan er það breytileg frá jafnvel mínútu til mínútu að það er svolítið erfitt að rannsaka hana sem fasta breytu,“ segir Kristín. Ástin of áhrifamikil „Þú getur verið mjög hamingjusamur í lífinu en verið að takast kannski á við eitthvað erfitt sem dregur úr því. Það sem mér er svo hugleikið er hvað ástin hefur óþolandi mikil áhrif á það hvort við séum hamingjusöm eða ekki,“ segir Kristín. Best væri ef hamingjan kæmi innan frá. „Það sem hefur mesta forspárgildið fyrir hamingju er sterk sjálfsmynd og að vita hver þú ert, standa með þér og þínum gildum. En það er alveg óþolandi hvað fólk er mikið hamingjusamara þegar það er í góðum parasamböndum en þegar það er til dæmis eitt. Og hvað það getur dregið mikið úr hamingjunni þinni að vera í óhamingjusömu parasambandi,“ segir hún. Almennt geri fólk lítið úr ástarsamböndum þó þau þjóni mikilvægu hlutverki „Ástarsamband er eitthvað svo léttvægt, ,hættu þessu væli' og eitthvað svona. Þetta á bara að vera eitthvað aukaatriði og rómantísk froða í þínu lífi. En þetta er grunnurinn að svo ótrúlega miklu,“ segir Kristín. Hamingjusöm pör skili fimmfalt betri vinnu „Við könnumst öll við það að ef það er einhver togstreita heima eða í þessu parasambandi sem þú ert í og svo ferðu í vinnuna og þú stendur þig ekki jafnvel í vinnunni, þú ert ekki jafngott foreldri og þér bara gengur ekki vel,“ segir hún. „Ég las einu sinni tölur um það að fólk sem er í hamingjusömum parasamböndum skilar fimmfalt betri vinnu en fólk í togstreittum parasamböndum. Á einhverjum skala er fimmfalt meiri vinna milli botns og topps,“ segir Kristín. Hvernig mæla menn þetta? „Það er allur gangur á því. Þessi rannsókn sem ég var að gera er eigindleg rannsókn sem er byggð á viðtölum. Við getum ekkert eitthvað alhæft út frá því, þetta getur bara gefið okkur einhverjar vísbendingar. En hamingjan er mæld, það eru til mjög góðir mælikvarðar á hamingjuna, svona sjálfsmatsmælikvarðar,“ segir Kristín. „Það er nóg að fólk upplifi það sjálft, það er þeirra eigið huglæga mat að þau séu hamingjusöm.“ Fólk noti mikið samanburð við önnur pör Fyrir utan það að rannsóknin sýni að mótlæti ýti undir hamingju í parasamböndum þá virðist samanburður líka þjóna lykilhlutverki hjá hamingjusömum pörum. „Fólk notar mjög mikið samanburð við önnur pör, bæði samanburð við parasambönd sem þau hafa verið í sjálf, parasambönd í kringum þau og parasambönd foreldra þeirra. Þetta er einhver mælikvarði sem fólk notar á hvort það sjálft sé hamingjusamt í sínu parasambandi eða ekki,“ segir Kristín. Þegar fólk sjái eða finni fyrir togstreitu í parasamböndum í kringum sig ýtir það undir þakklæti í þeirra eigin parasambandi. „Annað sem við vitum alveg er að samvera eykur hamingju í parasamböndum meðan fólk sem er í óhamingjusömum parasamböndum reynir að vera sem minnst með maka sínum,“ segir Kristín. Er þá ekki mikilvægt að eiga sama áhugamál? „Það getur ýtt undir það en svo auka stefnumót á hamingju í parasamböndum, segir hún. Að sögn Kristínar leiddi rannsókn í Bandaríkjunum í ljós fyrir ekki svo löngu síðan að fólk sem fer á stefnumót einu sinni í mánuði sé töluvert hamingjusamara en önnur pör. Sama hvernig stefnumótið er? „Ég held að þetta hafi meira með að gera að hamingjusöm pör eru duglegri við að fara á stefnumót og þeir sem fara á stefnumót aktívt eru hamingjusamari en önnur pör,“ segir Kristín. Þakklátir líklegri til að vera hamingjusamir Stjórnendum Bítisins lék þá forvitni á að vita hvort samanburður við aðra geti ekki snúist upp í andhverfu sína. „Nú vinn ég sem pararáðgjafi með pörum sem eru ekki sérstaklega hamingjusöm. Eitt sem þau nefna er að þau sjá önnur pör og hvað þau eru hamingjusöm og langar til þess að finna það sama,“ segir Kristín. „En það sem mér fannst gaman að sjá með hamingjusömu pörin er að þetta nýtist í hina áttina líka. Ýtir undir tilfinninguna um að þú sért í hamingjusömu parasambandi, þetta þakklæti,“ segir hún. Þakklæti er ein af þeim breytum sem skora hvað hæst á hamingjukvörðum. „Fólk sem er þakklátt er líklegra til þess að vera hamingjusamt en annað fólk,“ segir Kristín. Ástin og lífið Bítið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, lauk nýlega við meistararitgerðina „Hamingjusöm pör á Íslandi“ sem hún skrifaði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin að baki ritgerðinni byggðist á viðtölum við átta pör sem töldu sig vera í hamingjusömum parasamböndum. Kristín kom í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða um rannsóknina og hamingjusöm pör. Mótlæti ýti undir hamingju Ein helsta niðurstaðan sem kom fram í rannsókn Kristínar var að mótlæti ýtir undir tilfinningu fólks að það sé í hamingjusömum parasamböndum. „Eitt af því sem kom fram í þessari rannsókn sem ég var að gera á hamingjusömum pörum að mótlæti er eitt af því sem ýtir undir hamingju í parasamböndum. Þá kannski sérstaklega utanaðkomandi mótlæti en líka mótlæti í sambandinu þegar fólk finnur að það sé að reyna á og makinn er styðjandi,“ segir Kristín. Eru allir sammála um hvað það er að vera hamingjusamar? „Þetta með hamingjuna og ástina er eitthvað sem heimspekingar til forna voru að reyna að svara og það hefur engum tekist það almennilega,“ segir Kristín. „Það er alltaf byggt á einhverju sjálfsmati.“ „Hamingjan er það breytileg frá jafnvel mínútu til mínútu að það er svolítið erfitt að rannsaka hana sem fasta breytu,“ segir Kristín. Ástin of áhrifamikil „Þú getur verið mjög hamingjusamur í lífinu en verið að takast kannski á við eitthvað erfitt sem dregur úr því. Það sem mér er svo hugleikið er hvað ástin hefur óþolandi mikil áhrif á það hvort við séum hamingjusöm eða ekki,“ segir Kristín. Best væri ef hamingjan kæmi innan frá. „Það sem hefur mesta forspárgildið fyrir hamingju er sterk sjálfsmynd og að vita hver þú ert, standa með þér og þínum gildum. En það er alveg óþolandi hvað fólk er mikið hamingjusamara þegar það er í góðum parasamböndum en þegar það er til dæmis eitt. Og hvað það getur dregið mikið úr hamingjunni þinni að vera í óhamingjusömu parasambandi,“ segir hún. Almennt geri fólk lítið úr ástarsamböndum þó þau þjóni mikilvægu hlutverki „Ástarsamband er eitthvað svo léttvægt, ,hættu þessu væli' og eitthvað svona. Þetta á bara að vera eitthvað aukaatriði og rómantísk froða í þínu lífi. En þetta er grunnurinn að svo ótrúlega miklu,“ segir Kristín. Hamingjusöm pör skili fimmfalt betri vinnu „Við könnumst öll við það að ef það er einhver togstreita heima eða í þessu parasambandi sem þú ert í og svo ferðu í vinnuna og þú stendur þig ekki jafnvel í vinnunni, þú ert ekki jafngott foreldri og þér bara gengur ekki vel,“ segir hún. „Ég las einu sinni tölur um það að fólk sem er í hamingjusömum parasamböndum skilar fimmfalt betri vinnu en fólk í togstreittum parasamböndum. Á einhverjum skala er fimmfalt meiri vinna milli botns og topps,“ segir Kristín. Hvernig mæla menn þetta? „Það er allur gangur á því. Þessi rannsókn sem ég var að gera er eigindleg rannsókn sem er byggð á viðtölum. Við getum ekkert eitthvað alhæft út frá því, þetta getur bara gefið okkur einhverjar vísbendingar. En hamingjan er mæld, það eru til mjög góðir mælikvarðar á hamingjuna, svona sjálfsmatsmælikvarðar,“ segir Kristín. „Það er nóg að fólk upplifi það sjálft, það er þeirra eigið huglæga mat að þau séu hamingjusöm.“ Fólk noti mikið samanburð við önnur pör Fyrir utan það að rannsóknin sýni að mótlæti ýti undir hamingju í parasamböndum þá virðist samanburður líka þjóna lykilhlutverki hjá hamingjusömum pörum. „Fólk notar mjög mikið samanburð við önnur pör, bæði samanburð við parasambönd sem þau hafa verið í sjálf, parasambönd í kringum þau og parasambönd foreldra þeirra. Þetta er einhver mælikvarði sem fólk notar á hvort það sjálft sé hamingjusamt í sínu parasambandi eða ekki,“ segir Kristín. Þegar fólk sjái eða finni fyrir togstreitu í parasamböndum í kringum sig ýtir það undir þakklæti í þeirra eigin parasambandi. „Annað sem við vitum alveg er að samvera eykur hamingju í parasamböndum meðan fólk sem er í óhamingjusömum parasamböndum reynir að vera sem minnst með maka sínum,“ segir Kristín. Er þá ekki mikilvægt að eiga sama áhugamál? „Það getur ýtt undir það en svo auka stefnumót á hamingju í parasamböndum, segir hún. Að sögn Kristínar leiddi rannsókn í Bandaríkjunum í ljós fyrir ekki svo löngu síðan að fólk sem fer á stefnumót einu sinni í mánuði sé töluvert hamingjusamara en önnur pör. Sama hvernig stefnumótið er? „Ég held að þetta hafi meira með að gera að hamingjusöm pör eru duglegri við að fara á stefnumót og þeir sem fara á stefnumót aktívt eru hamingjusamari en önnur pör,“ segir Kristín. Þakklátir líklegri til að vera hamingjusamir Stjórnendum Bítisins lék þá forvitni á að vita hvort samanburður við aðra geti ekki snúist upp í andhverfu sína. „Nú vinn ég sem pararáðgjafi með pörum sem eru ekki sérstaklega hamingjusöm. Eitt sem þau nefna er að þau sjá önnur pör og hvað þau eru hamingjusöm og langar til þess að finna það sama,“ segir Kristín. „En það sem mér fannst gaman að sjá með hamingjusömu pörin er að þetta nýtist í hina áttina líka. Ýtir undir tilfinninguna um að þú sért í hamingjusömu parasambandi, þetta þakklæti,“ segir hún. Þakklæti er ein af þeim breytum sem skora hvað hæst á hamingjukvörðum. „Fólk sem er þakklátt er líklegra til þess að vera hamingjusamt en annað fólk,“ segir Kristín.
Ástin og lífið Bítið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning