Vanvirkar fjölskyldur og hlutverkin sem skilja eftir sár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:56 Valdimar segir að hlutverkin sem myndast innan vanvirkra fjölskyldna geti haft áhrif á líðan einstaklinga langt fram á fullorðinsár. Margir taka ómeðvitað að sér ákveðin hlutverk í vanvirkum fjölskyldum, hlutverk sem ekki aðeins hafa áhrif langt fram á fullorðinsár, heldur geta jafnvel gengið í erfðir. Valdimar Þór Svavarsson, meðferðaraðili og annar eigandi ráðgjafastofunnar Fyrsta skrefið, ræðir þessi hlutverk í nýjasta þætti Íslands í dag. Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira
Valdimar rekur Fyrsta skrefið ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Guðnadóttur. Þar bjóða þau meðal annars upp á áfallameðferð, djúpöndunarvinnu og fræðslu um meðvirkni. Þau standa einnig að hlaðvarpinu Meðvirkni-podkastið, þar sem þau fjalla ítarlega um þessi málefni. Auk þess hefur Valdimar sérhæft sig í meðvirkni og áfallafræðum og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið, meðal annars um svokölluð systkinahlutverk. „Þetta eru mynstur sem spretta upp úr alvarlegum vanda. Þegar fólk fer að skoða uppruna sinn og æsku, áttar það sig gjarnan á því hvaða hlutverk það hefur leikið og hvernig það hefur þjónað kerfinu, jafnvel á eigin kostnað,“ segir Valdimar. Hlutverkin myndast oft vegna ójafnvægis og skekkju í fjölskyldukerfinu. Þá skapast þrýstingur sem ýtir undir að einstaklingar tileinki sér ákveðin hlutverk til að halda kerfinu í jafnvægi. Í sumum tilfellum taka þeir að sér fleiri en eitt hlutverk í senn. Fimm algeng hlutverk í vanvirkum fjölskyldum Bjargvætturinn: Þetta er oft maki eða annar fjölskyldumeðlimur sem reynir stöðugt að bjarga öðrum og laga aðstæður innan fjölskyldunnar. Bjargvætturinn tekur oft yfir stjórn og ábyrgð, stundum á kostnað eigin líðan. Hetjan: Almennt fyrsta barnið í fjölskyldunni sem þróar með sér mikla ábyrgðartilfinningu. Hetjan stendur sig fullkomlega út á við, er dugleg, áreiðanleg og vill ekki valda neinum vonbrigðum. Hún eða hann er oft miðpunktur fjölskyldunnar, en undir yfirborðinu býr fullkomnunarárátta og mikill þrýstingur. Hetjan reynir að þóknast öllum og sinna þörfum annarra en á kostnað eigin sjálfsþarfna, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd og líðan. Blóraböggullinn: Þetta er einstaklingurinn sem fær oft sökina fyrir vandamál fjölskyldunnar. Blóraböggullinn dregur oft að sér neikvæða athygli og getur verið fórnarlamb kerfisins. Með þessu fær fjölskyldan eitthvað sem veldur athygli frá dýpri vandamálum eða ójafnvægi innan fjölskyldukerfisins. Þessi hlutverk getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd og framtíðar sambönd einstaklingsins. Týnda barnið: Sá sem dregur sig í hlé, vill hverfa frá erfiðum aðstæðum og tengist litlu innan fjölskyldunnar. Týnda barnið getur verið líkamlega eða andlega fjarverandi, með minni tilfinningalega nærveru. Þetta getur verið leið einstaklingsins til að vernda sig gegn sársauka eða átökum innan fjölskyldunnar, en það veldur því að hann/hún upplifir sig oft einangraðan eða ósýnilegan. Trúðurinn: Sá sem notar húmor og léttan til að bægja vandamálum og spennu frá fjölskyldunni. Trúðurinn reynir að létta andrúmsloftið með því að gera grín að erfiðleikum eða nota kímnigáfu til að forðast alvarleika. Þetta hlutverk getur verið mikilvægt fyrir að halda fjölskyldunni saman en getur einnig hamlað því að vandamálin séu tekin alvarlega og unnin. Viðtalið við Valdimar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira