Rio Ferdinand: Ég er skotskífa vegna gengis Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 22:45 Rio Ferdinand hefur ekki mikinn húmor fyrir skotum frá netverjum eftir slæm úrslit hjá hans gamla félagi Manchester United. Getty/Malcolm Couzens Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand segist þurfa þola óvenjumikið mikið grín á netmiðlum vegna þess hversu illa gengur hjá hans gamla félagi. Ferdinand hefur unnið sem knattspyrnusérfræðingur undanfarin ár en hann varð á sínum tíma sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United á tólf árum sínum þar. Nú ætlar hann að hætta hjá TNT Sports þar sem hann hefur verið andlit umfjöllunarinnar um enska boltann síðustu ár á sama tíma og United hefur hrunið niður töfluna. „Þetta er sorglegt. Ég er í sjónvarpinu og er að ræða þessi mál. Ég er í sjónvarpinu og það virðist gefa fólki rétt til að gera grín að mér,“ sagði Rio Ferdinand við ESPN í Brasilíu. „Ég er stundum mím (meme) á samfélagsmiðlum vegna gengis míns félags. Þetta er erfitt fyrir mig ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Rio. „Ég er knattspyrnuspekingur á versta mögulega tíma vegna þess að Manchester United er fara í gengum þessa hræðilegu tíma,“ sagði Rio. „Það vill því enginn meira en ég að sjá Manchetser United komast aftur á sinn stað og þá væri gott að láta þessa brandarakarla á netmiðlum aðeins heyra það til baka. Ég er skotskífa vegna gengis Man United,“ sagði Rio. Það kemur Ferdinand ekki á óvart að þeir Scott McTominay (Napoli) og Antony (Real Betis) hafi blómstrað á nýjum stöðum eftir að þeir yfirgáfu United. „Þeir komu inn í umhverfi hjá Manchester United þar sem vantaði upp á sjálfstraust, liðið var undir miklu álagi og með djúp sár eftir slakt gengi. Ofan á það voru mikla breytingar gerðar á taktík liðsins,“ sagði Rio. „Það er allt öðruvísi að spila með Manchester United en með öðrum liðum. Pressan er rosaleg. Þessir gæjar hafa farið til Napoli og til Betis sem eru, með fullri virðingu, smærri félög þegar kemur að pressu. Við sjáum þar bestu útgáfuna af þeim og ég gleðst fyrir þeirra hönd,“ sagði Rio. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Ferdinand hefur unnið sem knattspyrnusérfræðingur undanfarin ár en hann varð á sínum tíma sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United á tólf árum sínum þar. Nú ætlar hann að hætta hjá TNT Sports þar sem hann hefur verið andlit umfjöllunarinnar um enska boltann síðustu ár á sama tíma og United hefur hrunið niður töfluna. „Þetta er sorglegt. Ég er í sjónvarpinu og er að ræða þessi mál. Ég er í sjónvarpinu og það virðist gefa fólki rétt til að gera grín að mér,“ sagði Rio Ferdinand við ESPN í Brasilíu. „Ég er stundum mím (meme) á samfélagsmiðlum vegna gengis míns félags. Þetta er erfitt fyrir mig ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Rio. „Ég er knattspyrnuspekingur á versta mögulega tíma vegna þess að Manchester United er fara í gengum þessa hræðilegu tíma,“ sagði Rio. „Það vill því enginn meira en ég að sjá Manchetser United komast aftur á sinn stað og þá væri gott að láta þessa brandarakarla á netmiðlum aðeins heyra það til baka. Ég er skotskífa vegna gengis Man United,“ sagði Rio. Það kemur Ferdinand ekki á óvart að þeir Scott McTominay (Napoli) og Antony (Real Betis) hafi blómstrað á nýjum stöðum eftir að þeir yfirgáfu United. „Þeir komu inn í umhverfi hjá Manchester United þar sem vantaði upp á sjálfstraust, liðið var undir miklu álagi og með djúp sár eftir slakt gengi. Ofan á það voru mikla breytingar gerðar á taktík liðsins,“ sagði Rio. „Það er allt öðruvísi að spila með Manchester United en með öðrum liðum. Pressan er rosaleg. Þessir gæjar hafa farið til Napoli og til Betis sem eru, með fullri virðingu, smærri félög þegar kemur að pressu. Við sjáum þar bestu útgáfuna af þeim og ég gleðst fyrir þeirra hönd,“ sagði Rio.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira