Svona hljómar Himinn og jörð í flutningi Svölu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. júní 2025 14:02 Svala Björgvins Aðsend Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur sent frá sér nýja útgáfu af laginu Himinn og jörð, einu þekktasta dægurlagi Íslandssögunnar. Lagið samdi Gunnar Þórðarson árið 1981 og textann skrifaði Þorsteinn Eggertsson. Það varð vinsælt í flutningi Björgvins Halldórssonar – föður Svölu – og hefur síðan skipað sér sess sem klassík meðal íslenskra ástalaga. Svala segir viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni að hún hafi fengið leyfi frá Gunnari Þórðarsyni til að gera ábreiðu af laginu. Útkoman er nútímalegri túlkun og má heyra lagið hér að neðan. Lagið Himinn og jörð lýsir örvæntingu og tilfinningasemi, þar sem sögumaður stendur fyrir utan hús konunnar sem hann elskar, í von um að sjá glitta í hana í glugganum. Þessi tregafulla mynd hefur snert hjörtu landsmanna í rúma fjóra áratugi um manninn sem gæfi allt, himinn og jörð, til að losa sig við feimnina svo hann geti nálgast þessa sem hann elskar. Textann við lagið má sjá að neðan. Himinn og jörð Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þig bregða fyrir andartak, til löngunar ég finnþví ég bíð einn hér úti og mig langar til að komast innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsvegginnvið gluggann þinn.Ég veit ég verð að herða upp hugann ástin mínþví mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Á himnum máninn hlær en þó er eins og gráti stjörnurnar.Mig grunar að þig langi að hitta mig en hvenær eða hvar?Æ, líttu snöggvast út um gluggann þinn og gef mér eitthvert svar.Eitt bros frá þér mér gefa myndi kjark að freista gæfunnar,gefðu mér svar.Kannski ertu alein þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). En nóttin er að verða svört og myrkrið hefur öllu breytt í blautan leir.Í brjósti mér slær hjartað ört.Nú læt ég verða af því, Ég bíð ei meir. Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þér bregða fyrir andartak, til löngunar ég finn.Nú bíð ég ekki lengur hérna úti því mig langar innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsþökin,nú kem ég inn.Ég veit þú bíður þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Tónlist Bylgjan Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Svala segir viðtali hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni að hún hafi fengið leyfi frá Gunnari Þórðarsyni til að gera ábreiðu af laginu. Útkoman er nútímalegri túlkun og má heyra lagið hér að neðan. Lagið Himinn og jörð lýsir örvæntingu og tilfinningasemi, þar sem sögumaður stendur fyrir utan hús konunnar sem hann elskar, í von um að sjá glitta í hana í glugganum. Þessi tregafulla mynd hefur snert hjörtu landsmanna í rúma fjóra áratugi um manninn sem gæfi allt, himinn og jörð, til að losa sig við feimnina svo hann geti nálgast þessa sem hann elskar. Textann við lagið má sjá að neðan. Himinn og jörð Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þig bregða fyrir andartak, til löngunar ég finnþví ég bíð einn hér úti og mig langar til að komast innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsvegginnvið gluggann þinn.Ég veit ég verð að herða upp hugann ástin mínþví mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). Á himnum máninn hlær en þó er eins og gráti stjörnurnar.Mig grunar að þig langi að hitta mig en hvenær eða hvar?Æ, líttu snöggvast út um gluggann þinn og gef mér eitthvert svar.Eitt bros frá þér mér gefa myndi kjark að freista gæfunnar,gefðu mér svar.Kannski ertu alein þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð). En nóttin er að verða svört og myrkrið hefur öllu breytt í blautan leir.Í brjósti mér slær hjartað ört.Nú læt ég verða af því, Ég bíð ei meir. Í daufu rökkri gluggatjöldin bærast hægt við gluggann þinn.Ég sé þér bregða fyrir andartak, til löngunar ég finn.Nú bíð ég ekki lengur hérna úti því mig langar innen regnið streymir látlaust niður á stétt og niður húsþökin,nú kem ég inn.Ég veit þú bíður þarna inni ástin mínog mér er orðið kalt. Glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)til að losa mig við feimnina,glaður gæfi ég allt (himinn og jörð)fyrir nótt í návist þinni (það er best á himni og á jörð).
Tónlist Bylgjan Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning