Hressar og skemmtilegar systur með geitur á Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2025 20:06 Systurnar á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð, sem elska geiturnar sínar út af lífinu enda eru þær duglegar að sinna þeim og leika sér við þær. Þetta eru þær frá vinstri, Antonía Elín, Emelía Ísold og Saga Natalía. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skemmtilegasta, sem þrjár systur á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð gera er að leika við geiturnar í garðinum heima hjá sér og leyfa þeim að snusast í kringum sig. Geiturnar elska að éta laufblöð úr lófa systranna og að hoppa og skoppa í kringum þær. Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira