Menningarveisla í allt sumar á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2025 20:05 Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, sem býður alla velkomna á Sólheima í sumar á 95 ára afmælinu og njóta þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul. Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira
Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Sjá meira