„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:12 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. Ramsey Cardy/Getty Images „Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld. „Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
„Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira