Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Stórfelld hernaðaruppbygging er að hefjast í Evrópu. Reglur um ábyrgar fjárfestingar koma í veg fyrir að vestrænir lífeyrissjóðir, þar á meðal íslenskir, eigi hluti í sumum varnarfyrirtækjum. Vísir Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, þegar hvítbók um varnir Evrópu og áform um endurvopnun álfunnar voru kynnt í mars.Vísir/Getty Ótti við að Rússar gætu farið með vopnum gegn öðrum Evrópuríkjum innan örfárra ára eftir að stríði þeirra í Úkraínu lýkur knýr Evrópuríkin fyrst og fremst áfram. Dvínandi áhugi Bandaríkjastjórnar á vörnum Evrópu hefur einnig sannfært evrópska leiðtoga um að þeir þurfi að axla meiri ábyrgð á öryggi álfunnar. Íslensk stjórnvöld hafa í þessum anda boðað aukin framlög til öryggis- og varnarmála, allt að 1,5 prósent af landsframleiðslu. Í ljósi herleysis landsins eiga þau framlög fremur að fara til þess að styrkja innviði fyrir bandalagsríkin hér á landi, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli, en vopnakaupa. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðasta mánuði að stefna á að útgjöld til varnarmála nái fimm prósentum af landsframleiðslu þeirra fyrir árið 2030. Milda reglur um ábyrgar fjárfestingar vegna stöðu heimsmála Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Nokkrir stórir eignastýrendur, þar á meðal Allianz Global Investors, UBS og DWS-sjóður Deutsche Bank, hafa mildað reglur sínar til að gera þeim kleift að fjárfesta frekar í vopnaframleiðendum á undanförnum mánuðum, að því er kemur fram í frétt Sustainable Views á vegum fjármálaritsins Financial Times. Evrópskir ráðamenn fylgdust agndofa með þegar Bandaríkjaforseti og varaforseti hans helltu sér yfir Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Í kjölfarið stöðvuðu þeir tímabundið vopnasendingar til Úkraínu. Uppákoman sannfærði marga Evrópubúa um að þeir þyrftu nú að taka aukna ábyrgð á eigin vörnum. Bandaríkin væru mögulega ekki lengur áreiðanlegur bandamaður.Vísir/EPA Sama þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum þar sem stórir lífeyrissjóðir geta nú fjárfest í varnariðnaðinum í auknum mæli. PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, breytti eigin reglum sem bönnuðu áður fjárfestingar í ákveðnum varnarfyrirtækjum í maí. Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs sem hefur norska olíusjóðinn, stærsta þjóðarsjóð í heimi, á sínum snærum, sagði í febrúar að til greina kæmi að breyta siðferðislegum viðmiðum um fjárfestingar í ljósi aukinnar áherslu á varnarmál og vaxandi spennu á milli ríkja. Það er þó ekki aðeins samfélagsleg ábyrgðartilfinning sem ræður slíkum ákvörðunum. Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Verðmæti hlutabréfa sem sjálfbærnisjóðir eiga í varnarfyrirtækjum er sagt hafa fimmfaldast á síðustu fjórum árum. Fimm af stærstu vopnaframleiðendunum út af sakramentinu Ýmis ljón eru í vegi þess að íslensku lífeyrissjóðirnir, umsvifamestu fjárfestar landsins, geti keypt í sumum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu. Ástæðan er fyrst og fremst þessi sömu siðferðislegu viðmið sem lög gera ráð fyrir að sjóðirnir taki tillit til við mörkun fjárfestingarstefnu sinnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti opni lífeyrissjóður landsins, hefur sjálfur sett sér útilokunarlista sem tekur til fyrirtækja sem hafa einhvern hluta tekna sinna af framleiðslu klasasprengja, jarðsprengja, sýkla- og efnavopna, vopna sem innihalda skert úran, blindunarleysivopna og íkveikjuvopna samkvæmt svari sjóðsins við fyrirspurn Vísis. „Við erum ekki á móti hergagnaframleiðslu en við erum á móti og erum að útiloka þá aðila sem eru í umdeildustu vopnunum,“ segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samtali við Vísi. Fimm af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu eru á útilokunarlista Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þetta eru Airbus SE, Safran SA og Thales SA í Frakklandi, BAE Systems PLC í Bretlandi og Leonardo SpA á Ítalíu. Þau eiga það öll sameiginlegt að koma á einhvern hátt að þróun kjarnorkuvopna. „Aðkoma fyrirtækjanna snýr ekki að framleiðslu íhluta og þess háttar heldur telst hún tryggja grunnvirkni vopnakerfanna ásamt því að spila lykilhlutverk í þróun á þáttum og þjónustu sem telst sérsniðin og nauðsynleg fyrir notkunarhæfni kjarnorkuvopnanna,“ segir í svari sjóðsins. Arne bendir á að norski olíusjóðurinn, umsvifamesti fjárfestingasjóður heims, útiloki einnig fyrirtæki eins og Airbus af sömu ástæðum. Vopnaframleiðendur ekki útilokaðir sem slíkir Aðrir stórir íslenskir sjóðir hafa ekki gert sína eigin útilokunarlista en hluti fjárfestinga þeirra er óbeint mótaður af slíkum listum sem erlendir vísitölutengdir verðabréfasjóðir hafa sett sér. Þó að þessir erlendu verðbréfasjóðir hafi sett sér útilokunarlista loka þeir ekki almennt á vopnaframleiðlendur. Þess í stað beinist útilokun að framleiðslu á því sem eru nefnd umdeild vopn sem eru bönnuð með alþjóðasamningum eða geta valdið miklum skaða, þar á meðal klasasprengjur, jarðsprengjur og fleira. Siðferðisviðmiðin þýða þannig ekki að íslenskir lífeyrissjóðir eigi ekki í vopnaframleiðslufyrirtækjum. Þeir hlutir eru þó litlir og í gegnum erlenda verðbréfasjóði sem fjárfesta í aragrúa mismunandi fyrirtækja samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Gildi, Birtu og LSR: fjórum af helstu lífeyrissjóðum landsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna segist eiga óbeint í 82 félögum sem framleiða vopn í gegnum hlutabréfasjóði. Sum þeirra hafa þó aðeins lítið hlutfall tekna sinna af hergagnaframleiðslu. Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð er þannig eitt þessara 82 fyrirtækja vegna þess að 0,7 prósent tekna félagsins árið 2023 voru af vopnaframleiðslu. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.aðsend Sé miðað við að félag hafi fimm prósent tekna sinna af vopnaframleiðslu á Lífeyrissjóður verzlunarmanna óbeint í 32 fyrirtækjum sem framleiða vopn, þar af í tíu í Evrópu. Ekki rætt sérstaklega um að fjárfesta frekar í vörnum Evrópu Spurður að því hvort að tilefni sé til þess að endurskoða útilokunarstefnuna í ljósi stöðu heimsmála um þessar mundir segir Arne að sjóðurinn vilji ekki standa fyrir andstöðu við vopnaframleiðslu í núverandi pólitísku ástandi þótt hann vilji standa gegn klasasprengjum og efnavopnum. Útilokunarlistinn sé í stöðugri endurskoðun. „Þá held ég að þetta samtal verði veigamikið. Þetta er eitt af þessum atriðum sem við munum skoða gaumgæfilega við endurmat á útilokunarlistanum á árinu,“ segir hann Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, kynnti aukin útgjöld til varnarmála í verksmiðju BAE Systems í Glasgow í byrjun júní. Fyrirtækið er á útilokunarlista Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Getty Ekki hefur komið til tals sérstaklega að auka fjárfestingar í evrópskum varnariðnaði hjá sjóðnum. „Þó að evrópskir hergagnaframleiðendur hafi farið á fullt þá er Evrópa engu að síður tiltölulega lítill hluti af heimsvísitölu hlutabréfa þannig að vægi þeirra er ekkert rosalega mikið. En við erum þó með virka stýrendur í safninu okkar sem myndu pikka upp fyrir okkur þennan anga ef þeir telja hann áhugaverðan,“ segir Arne. Utan LV svaraði aðeins Gildi spurningu Vísis um hvort sjóðurinn hygðist fjárfesta frekar í evrópskum varnarfyrirtækjum. „Fjárfestingar í sjóðum með sérstaka áherslu á vopnaframleiðendur eða fyrirtækjum á sviði öryggis- og varnarmála hafa ekki verið til skoðunar af hálfu sjóðsins,“ sagði í svarinu. Breytt heimsmynd kallar á umræðu um stefnu sjóðanna Líklegt er óbeint muni reyna á vilja lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta til þess að fjármagna varnaruppbygginguna í Evrópu, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs og formanns nefndar um fjárfestingarumhverfis lífeyrissjóðanna hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. „Það er til að mynda líklegt að ríkisútgjöld muni aukast á heimsvísu vegna þeirra breytinga sem hafa orðið og að mörg þjóðríki muni sækja sér fjármagn á markaði í formi ríkisskuldabréfa svo dæmi sé tekið. Til umræðu er að styrkja innviði til að auka viðnámsþrótt og þar gætu lífeyrissjóðir haft áhuga,“ segir Ólafur. Breytt heimsmynd leiði að minnsta kosti til umræðu um núverandi fjárfestingastefnu lífeyrissjóðana, bæði út frá lögfræðilegum og siðferðislegum sjónarmiðum. Ólafur segir mestu máli skipta að taka þá umræðu bæði í stjórnum sjóðanna og með sjóðsfélögum. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.Vísir Lífeyrissjóðirnir hafi þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki að gegna og almenningur geri kröfu um að þeir axli samfélagslega ábyrgð. Þess vegna hafi reglurnar um ábyrgar fjárfestingar fallið vel að eðli og hlutverki sjóðanna. „Þótt áherslan hafi undangengin ár fyrst og fremst verið á umhverfismál finnst mér líklegt að varnarmál og vopnaframleiðsla fái aukið vægi næstu misseri,“ segir hann í skriflegu svari við spurningum Vísis. Gætu litið til NATO-aðildarinnar við mat á ábyrgum fjárfestingum Spurður að því hvort að það gæti orðið hluti af samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóðanna að taka þátt í að byggja upp sameiginlegar varnir Evrópu segir Ólafur að hægt sé að færa góð rök fyrir því að horfa beri til NATO-aðildar Íslands þegar samfélagsleg ábyrgð í fjárfestingum er metin. „Á meðan það er samfélagsleg sátt um aðild okkar að NATO hljótum við að horfa til þess hvernig við nálgumst málefnið. Við höfum skulbundið okkur til að verja aðildarþjóðir NATO hvernig sem það verður gert,“ segir Ólafur. Þýskur kafbátur við höfn í Reykjavík í vor. Ísland nýtur herverndar bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu.Vísir/Anton Eins og sakir standi þurfi lífeyrissjóðirnir að fylgjast með stjórnmálaumræðunni. „Eins og staðan er núna lýtur þessi málaflokkur mun meira að áhættustýringu en áformum um að taka virkan þátt með fjárfestingum,“ segir hann. Lífeyrissjóðir Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Kjarnorka Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, þegar hvítbók um varnir Evrópu og áform um endurvopnun álfunnar voru kynnt í mars.Vísir/Getty Ótti við að Rússar gætu farið með vopnum gegn öðrum Evrópuríkjum innan örfárra ára eftir að stríði þeirra í Úkraínu lýkur knýr Evrópuríkin fyrst og fremst áfram. Dvínandi áhugi Bandaríkjastjórnar á vörnum Evrópu hefur einnig sannfært evrópska leiðtoga um að þeir þurfi að axla meiri ábyrgð á öryggi álfunnar. Íslensk stjórnvöld hafa í þessum anda boðað aukin framlög til öryggis- og varnarmála, allt að 1,5 prósent af landsframleiðslu. Í ljósi herleysis landsins eiga þau framlög fremur að fara til þess að styrkja innviði fyrir bandalagsríkin hér á landi, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli, en vopnakaupa. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðasta mánuði að stefna á að útgjöld til varnarmála nái fimm prósentum af landsframleiðslu þeirra fyrir árið 2030. Milda reglur um ábyrgar fjárfestingar vegna stöðu heimsmála Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Nokkrir stórir eignastýrendur, þar á meðal Allianz Global Investors, UBS og DWS-sjóður Deutsche Bank, hafa mildað reglur sínar til að gera þeim kleift að fjárfesta frekar í vopnaframleiðendum á undanförnum mánuðum, að því er kemur fram í frétt Sustainable Views á vegum fjármálaritsins Financial Times. Evrópskir ráðamenn fylgdust agndofa með þegar Bandaríkjaforseti og varaforseti hans helltu sér yfir Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Í kjölfarið stöðvuðu þeir tímabundið vopnasendingar til Úkraínu. Uppákoman sannfærði marga Evrópubúa um að þeir þyrftu nú að taka aukna ábyrgð á eigin vörnum. Bandaríkin væru mögulega ekki lengur áreiðanlegur bandamaður.Vísir/EPA Sama þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum þar sem stórir lífeyrissjóðir geta nú fjárfest í varnariðnaðinum í auknum mæli. PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, breytti eigin reglum sem bönnuðu áður fjárfestingar í ákveðnum varnarfyrirtækjum í maí. Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs sem hefur norska olíusjóðinn, stærsta þjóðarsjóð í heimi, á sínum snærum, sagði í febrúar að til greina kæmi að breyta siðferðislegum viðmiðum um fjárfestingar í ljósi aukinnar áherslu á varnarmál og vaxandi spennu á milli ríkja. Það er þó ekki aðeins samfélagsleg ábyrgðartilfinning sem ræður slíkum ákvörðunum. Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Verðmæti hlutabréfa sem sjálfbærnisjóðir eiga í varnarfyrirtækjum er sagt hafa fimmfaldast á síðustu fjórum árum. Fimm af stærstu vopnaframleiðendunum út af sakramentinu Ýmis ljón eru í vegi þess að íslensku lífeyrissjóðirnir, umsvifamestu fjárfestar landsins, geti keypt í sumum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu. Ástæðan er fyrst og fremst þessi sömu siðferðislegu viðmið sem lög gera ráð fyrir að sjóðirnir taki tillit til við mörkun fjárfestingarstefnu sinnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, stærsti opni lífeyrissjóður landsins, hefur sjálfur sett sér útilokunarlista sem tekur til fyrirtækja sem hafa einhvern hluta tekna sinna af framleiðslu klasasprengja, jarðsprengja, sýkla- og efnavopna, vopna sem innihalda skert úran, blindunarleysivopna og íkveikjuvopna samkvæmt svari sjóðsins við fyrirspurn Vísis. „Við erum ekki á móti hergagnaframleiðslu en við erum á móti og erum að útiloka þá aðila sem eru í umdeildustu vopnunum,“ segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samtali við Vísi. Fimm af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu eru á útilokunarlista Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þetta eru Airbus SE, Safran SA og Thales SA í Frakklandi, BAE Systems PLC í Bretlandi og Leonardo SpA á Ítalíu. Þau eiga það öll sameiginlegt að koma á einhvern hátt að þróun kjarnorkuvopna. „Aðkoma fyrirtækjanna snýr ekki að framleiðslu íhluta og þess háttar heldur telst hún tryggja grunnvirkni vopnakerfanna ásamt því að spila lykilhlutverk í þróun á þáttum og þjónustu sem telst sérsniðin og nauðsynleg fyrir notkunarhæfni kjarnorkuvopnanna,“ segir í svari sjóðsins. Arne bendir á að norski olíusjóðurinn, umsvifamesti fjárfestingasjóður heims, útiloki einnig fyrirtæki eins og Airbus af sömu ástæðum. Vopnaframleiðendur ekki útilokaðir sem slíkir Aðrir stórir íslenskir sjóðir hafa ekki gert sína eigin útilokunarlista en hluti fjárfestinga þeirra er óbeint mótaður af slíkum listum sem erlendir vísitölutengdir verðabréfasjóðir hafa sett sér. Þó að þessir erlendu verðbréfasjóðir hafi sett sér útilokunarlista loka þeir ekki almennt á vopnaframleiðlendur. Þess í stað beinist útilokun að framleiðslu á því sem eru nefnd umdeild vopn sem eru bönnuð með alþjóðasamningum eða geta valdið miklum skaða, þar á meðal klasasprengjur, jarðsprengjur og fleira. Siðferðisviðmiðin þýða þannig ekki að íslenskir lífeyrissjóðir eigi ekki í vopnaframleiðslufyrirtækjum. Þeir hlutir eru þó litlir og í gegnum erlenda verðbréfasjóði sem fjárfesta í aragrúa mismunandi fyrirtækja samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Gildi, Birtu og LSR: fjórum af helstu lífeyrissjóðum landsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna segist eiga óbeint í 82 félögum sem framleiða vopn í gegnum hlutabréfasjóði. Sum þeirra hafa þó aðeins lítið hlutfall tekna sinna af hergagnaframleiðslu. Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð er þannig eitt þessara 82 fyrirtækja vegna þess að 0,7 prósent tekna félagsins árið 2023 voru af vopnaframleiðslu. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.aðsend Sé miðað við að félag hafi fimm prósent tekna sinna af vopnaframleiðslu á Lífeyrissjóður verzlunarmanna óbeint í 32 fyrirtækjum sem framleiða vopn, þar af í tíu í Evrópu. Ekki rætt sérstaklega um að fjárfesta frekar í vörnum Evrópu Spurður að því hvort að tilefni sé til þess að endurskoða útilokunarstefnuna í ljósi stöðu heimsmála um þessar mundir segir Arne að sjóðurinn vilji ekki standa fyrir andstöðu við vopnaframleiðslu í núverandi pólitísku ástandi þótt hann vilji standa gegn klasasprengjum og efnavopnum. Útilokunarlistinn sé í stöðugri endurskoðun. „Þá held ég að þetta samtal verði veigamikið. Þetta er eitt af þessum atriðum sem við munum skoða gaumgæfilega við endurmat á útilokunarlistanum á árinu,“ segir hann Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, kynnti aukin útgjöld til varnarmála í verksmiðju BAE Systems í Glasgow í byrjun júní. Fyrirtækið er á útilokunarlista Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Getty Ekki hefur komið til tals sérstaklega að auka fjárfestingar í evrópskum varnariðnaði hjá sjóðnum. „Þó að evrópskir hergagnaframleiðendur hafi farið á fullt þá er Evrópa engu að síður tiltölulega lítill hluti af heimsvísitölu hlutabréfa þannig að vægi þeirra er ekkert rosalega mikið. En við erum þó með virka stýrendur í safninu okkar sem myndu pikka upp fyrir okkur þennan anga ef þeir telja hann áhugaverðan,“ segir Arne. Utan LV svaraði aðeins Gildi spurningu Vísis um hvort sjóðurinn hygðist fjárfesta frekar í evrópskum varnarfyrirtækjum. „Fjárfestingar í sjóðum með sérstaka áherslu á vopnaframleiðendur eða fyrirtækjum á sviði öryggis- og varnarmála hafa ekki verið til skoðunar af hálfu sjóðsins,“ sagði í svarinu. Breytt heimsmynd kallar á umræðu um stefnu sjóðanna Líklegt er óbeint muni reyna á vilja lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta til þess að fjármagna varnaruppbygginguna í Evrópu, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs og formanns nefndar um fjárfestingarumhverfis lífeyrissjóðanna hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. „Það er til að mynda líklegt að ríkisútgjöld muni aukast á heimsvísu vegna þeirra breytinga sem hafa orðið og að mörg þjóðríki muni sækja sér fjármagn á markaði í formi ríkisskuldabréfa svo dæmi sé tekið. Til umræðu er að styrkja innviði til að auka viðnámsþrótt og þar gætu lífeyrissjóðir haft áhuga,“ segir Ólafur. Breytt heimsmynd leiði að minnsta kosti til umræðu um núverandi fjárfestingastefnu lífeyrissjóðana, bæði út frá lögfræðilegum og siðferðislegum sjónarmiðum. Ólafur segir mestu máli skipta að taka þá umræðu bæði í stjórnum sjóðanna og með sjóðsfélögum. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.Vísir Lífeyrissjóðirnir hafi þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki að gegna og almenningur geri kröfu um að þeir axli samfélagslega ábyrgð. Þess vegna hafi reglurnar um ábyrgar fjárfestingar fallið vel að eðli og hlutverki sjóðanna. „Þótt áherslan hafi undangengin ár fyrst og fremst verið á umhverfismál finnst mér líklegt að varnarmál og vopnaframleiðsla fái aukið vægi næstu misseri,“ segir hann í skriflegu svari við spurningum Vísis. Gætu litið til NATO-aðildarinnar við mat á ábyrgum fjárfestingum Spurður að því hvort að það gæti orðið hluti af samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóðanna að taka þátt í að byggja upp sameiginlegar varnir Evrópu segir Ólafur að hægt sé að færa góð rök fyrir því að horfa beri til NATO-aðildar Íslands þegar samfélagsleg ábyrgð í fjárfestingum er metin. „Á meðan það er samfélagsleg sátt um aðild okkar að NATO hljótum við að horfa til þess hvernig við nálgumst málefnið. Við höfum skulbundið okkur til að verja aðildarþjóðir NATO hvernig sem það verður gert,“ segir Ólafur. Þýskur kafbátur við höfn í Reykjavík í vor. Ísland nýtur herverndar bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu.Vísir/Anton Eins og sakir standi þurfi lífeyrissjóðirnir að fylgjast með stjórnmálaumræðunni. „Eins og staðan er núna lýtur þessi málaflokkur mun meira að áhættustýringu en áformum um að taka virkan þátt með fjárfestingum,“ segir hann.
Lífeyrissjóðir Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Kjarnorka Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49 Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. 18. febrúar 2025 16:49
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent