Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 08:02 Nypan í vináttuleik gegn Manchester United. EPA-EFE/Ole Martin Wold Sverre Nypan er við það að vera staðfestur sem nýjasti leikmaður Manchester City. Um er að ræða 18 ára gamlan Norðmann sem spilar með Rosenborg í heimalandinu. Hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir. Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00