„Meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:02 Logi er á leið til Tyrklands. samsunspor Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er á leið til tyrkneska félagsins Samsunspor eftir tveggja ára veru hjá Strömsgodset í Noregi. Hann segir þátttöku liðsins í Evrópukeppni hafa átt stóran þátt í ákvörðuninni og skrifaði undir fjögurra ára samning án þess að heimsækja borgina Samsun. Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Logi hefur staðið sig vel hjá Strömsgodset undanfarin tvö tímabil, var eftirsóttur af þónokkrum félögum en ákvað að semja við Samsunspor í Tyrklandi. „Þeir voru búnir að sýna áhuga lengi, á endanum fór þetta í gegn og ég er mjög spenntur… Svosem ekki [erfitt að velja á milli], þegar þetta kom upp vildi ég bara klára það“ sagði Logi. Vitað er að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, hefur miklar mætur á Loga og vildi fá hann til liðsins. „Ég veit ekki hversu nálægt það var, en það var alveg nálægt. En þegar Tyrkland kom upp vildi ég bara fara þangað, að spila í Evrópu með þeim er auðvitað mjög stórt þannig að þetta er mjög gott skref fyrir minn feril. Ég vona bara að ég komist strax inn í hlutina og nái að sýna mitt rétta andlit í Tyrklandi.“ Samsunspor hefur verið í uppbyggingarfasa undanfarin ár eftir mikla lægð árin áður, liðið hefur unnið sig upp um tvær deildir og tryggði sér á síðasta tímabili þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökurétt í annað hvort Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni á næsta tímabili, eftir því hvernig umspilið fer í haust. „Það spilaði mikið inn í. Ennþá meiri möguleikar fyrir mig til þess að sýna mig í Evrópu, það spilaði alveg stóra rullu í því“ sagði Logi sem á von á töluverðri breytingu við búferlaflutninginn frá Noregi til Tyrklands. Eigandi og forseti félagsins er einn af tíu ríkustu mönnum Tyrklands.samsunspor Logi hitti eiganda og forseta félagsins í höfuðborg Tyrklands, Istanbul, og skrifaði undir fjögurra ára samning við Samsunspor, en hefur ekki enn heimsótt borgina Samsun. „Ég veit ekkert alltof mikið en ég er bara spenntur að fara að kynna mér og sjá borgina betur, skoða íbúðir og hvar er best að búa… Þetta er allt eins fyrir mér, að búa einhvers staðar úti í heimi“ sagði Logi en viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Tyrkneski boltinn Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira