Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Guðmundur Ari Sigurjónson skrifar 23. júní 2025 08:00 Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun