City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 07:21 Phil Foden jafnaði fyrir City í uppbótartíma en þurfti að sætta sig við tap. Francois Nel/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira