Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:26 Hljómsveitin tók lagið upp á Íslandi og myndbandið sömuleiðis. Eva Schram Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira