Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 20:01 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu sem varð „viral“ árið 2010. „Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“ Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
„Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“
Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira