Lífið

Rósa og Hersir orðin for­eldrar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rósa og Hersir eignuðust sitt fyrsta barn þann 30. júní síðastliðinn.
Rósa og Hersir eignuðust sitt fyrsta barn þann 30. júní síðastliðinn.

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

„Þessi kútur skellti sér í heiminn mánudaginn 30. júní. Hann er alveg fullkominn, hraustur og með frábært hár. Hann elskar mjólk og kúr en er illa við skiptiborð og óskilvirka matarþjónustu. Við hlökkum til að fylgja honum í gegnum lífið,“ skrifaði Rósa við færslu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá mynd af litla drengnum og nýbökuðu foreldrunum á leiðinni heim af fæðingardeildinni.

Hersir greindi fyrst frá óléttunni um áramótin með skemmtilegri myndaröð á Instagram frá Tansaníu, þar sem parið dvaldi yfir hátíðirnar.

Á einni myndinni mátti sjá stork og skrifaði Hersir við færsluna: „Sáum storkinn í dag, sem er viðeigandi þar sem hann kemur til okkar í byrjun júlí. Ógleymanleg jól og áramót í frábærum hóp í Tansaníu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.