Fótbolti

Fyrrum leik­maður United til liðs við Arsenal

Siggeir Ævarsson skrifar
Gabriel Heinze lék með Manchester United frá 2004-2007.
Gabriel Heinze lék með Manchester United frá 2004-2007. Nordic Photos/Getty

Arsenal hafa bætt argentínska varnarjaxlinum Gabriel Heinze í þjálfarateymi sitt en Heinze var leikmaður Manchester United árin 2004-2007 og vann ensku úrvalsdeildina með liðinu 2007.

Heinze lagði skóna á hilluna 2014 og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun, helst í heimalandi sínu Argentínu en einnig í Bandaríkjunum þar sem stýrði Atlanta United með harði hendi, bókstaflega.

Hann var síðast stjóri Newell's Old Boys í Argentínu en lét af störfum þar í nóvember 2023. Arsenal tilkynnti svo í dag að Heinze væri að bætast í þjálfarateymi liðsins og hann er strax mættur til starfa á æfingasvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×