Fótbolti

Diljá Ýr búin að semja við Brann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diljá Ýr komin með búning Brann í hendurnar.
Diljá Ýr komin með búning Brann í hendurnar. mynd/heimasíða Brann

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers er gengin í raðir norska félagsins Brann en hún kemur til félagsins frá belgíska liðinu OH Leuven.

Brann tilkynnti um félagaskiptin í dag en Diljá Ýr skrifaði undir samning við félagið til ársins 2027.

„Brann er stórt félag sem býður upp á gott umhverfi. Flotta aðstöðu og góða stuðningsmenn,“ segir Dilja Ýr við heimasíðu Brann en þar var hún beðin um að lýsa sér sem leikmanni.

„Ég er fjölhæfur leikmaður með góðan leikskilning. Ég er sterk í teignum og skora mörk.“

Hin 23 ára gamla Diljá spilaði með FH, Stjörnunni og Val áður en hún fór í atvinnumennsku. Hún spilaði bæði með Häcken og Norrköping í Svíþjóð áður en hún fór Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×