Enski boltinn

Onana frá næstu vikurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andre Onana mun fylgjast með af bekknum á næstunni.
Andre Onana mun fylgjast með af bekknum á næstunni.

Markvörður Man. Utd, Andre Onana, meiddist á æfingu hjá Man. Utd og getur ekki leikið með liðinu næstu vikurnar.

Onana tognaði aftan í læri og það þýðir ávallt einhverjar vikur á meiðslalistanum. Hann getur því ekki spilað með liðinu í æfingaferðinni í Bandaríkjunum. Hann mun þó ferðast með liðinu til Bandaríkjanna.

Það þýðir að Altay Bayindir mun standa á milli stanganna í æfingaleikjunum. Það var óvissa um framtíð hans hjá félaginu eftir síðustu leiktíð en það er ekkert fararsnið á honum sem stendur.

Man. Utd er svo einnig með hinn 39 ára gamla Tom Heaton sem skrifaði undir nýjan eins árs samning á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×