„Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Reynir segir fíknina hafa heltekið sig aftur og aftur. Það hafi bjargað honum að heyra í dóttur sinni sem hann hafði aldrei átt samband við. Stöð 2 Reynir Bergmann athafnamaður segist hafa fundið innri frið á síðustu árum eftir að hafa í áraraðir glímt við fíkn og fallið aftur og aftur. Reynir er gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar kókaín hafa ítrekað tekið sig til helvítis og rústað lífi sínu. Hann sé þakklátur í dag að hafa fundið frelsi. „Ég er fíkill og það er eitt efni sem hefur aftur og aftur tekið mig alla leið til helvítis og það er kókaín. Það var ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum sem ég fékk loksins algjört frelsi frá því. Mynstrið hjá mér var alltaf að taka löng edrútímabil, en svo datt ég í það og varð bara algjör aumingi á augabragði. Þetta var orðið rosalega sorglegt undir restina og ég fór mjög fljótt í meðferð eftir að ég féll. Um leið og ég fékk mér aftur byrjaði ég bara að hágráta og vissi að ég ætti ekki breik. Ég væri ekki að fara að mæta í vinnu eða gera nokkurn skapaðan hlut. Bara loka mig af einhvers staðar einn,“ segir Reynir í viðtalinu. Hann hafi neytt efnanna í einrúmi og vitað að hann gæti ekkert gert til að taka sig taki. „Ég hef rústað fjórum hótelherbergjum í paranóju þar sem ég fer að brjóta skápa, múra fyrir hurðina eða annað af því að ég varð svo hræddur og enda bara í geðrofi. Í síðasta skiptið sem þetta gerðist var ég á hóteli fyrir þremur árum og ég hélt að það væru komnir morðingjar þegar það var bankað á herbergið til að veita ,,room service”. Úrið mitt klukkaði 34 þúsund skref á einum sólarhring, en ég var allan tímann inni á herberginu. Geðveikin og hræðslan var svo mikil.“ Tekur nokkra daga að rústa öllu Reynir segist hafa ítrekað byggt upp líf sitt en alltaf fallið aftur. „Ég hef oft verið búinn að byggja mér upp fallegt líf með fjölskyldu og allt í stakasta lagi, mikið af vinum, góðar tekjur og allt æðislegt. En svo hef ég bara fengið ógeð á þessu venjulega lífi, einhvers konar sjálfseyðingarhvöt tekur yfir og ég verð að byrja að fá mér og loka mig af. Þá tekur mig nokkra daga að rústa öllu og ég er kannski búinn að eyða tveimur milljónum og brjóta allar brýr að baki mér og særa fólkið mitt.“ Hann segir að sem betur fer sé hann í þessum aðstæðum oftast fljótur að biðja um aðstoð og koma sér í meðferð. Hann hafi farið í ótal meðferðir en í síðasta skipti sem þetta gerðist hafi orðið einhver vakning innra með honum. „Ég var grátandi á gólfinu heima að biðja guð um að leyfa mér að lifa og var með svo mikla sýkingu í augunum að ég sá ekki neitt, en um leið og augun löguðust þá fékk ég mér aftur og þá missti ég aftur sjónina og svo endaði það með því að lögreglan kom og tók mig. Ég man að dóttir mín sagði: „Ég vil deyja með pabba“ og þegar ég heyrði það opnuðust augu mín fyrir alvöru.“ Dóttirin hafði loks samband Reynir talar um það í viðtalinu að hann hafi, eftir þetta, farið í mikla sjálfsvinnu og það hafi hjálpað honum að sjá sjálfan sig skýrar. Líf hans hafi verið mótað af mikilli meðvirkni og þörf til að þóknast öðrum. Hann segir það hafa breytt öllu að dóttir hans, sem hann fékk að vita af fyrir tíu árum, hafði samband við hann á Snapchat. „Fyrir tíu árum síðan var ég kallaður í DNA-prufu og það kemur í ljós að ég er faðirinn. Ég átti þá fjölskyldu og hún bjó á Spáni og ég sleppi tökunum á þessu. En líklega var ég að flýja þetta allan þennan tíma og einhvers staðar innra með mér var það að naga mig að gera ekkert í þessu. En svo núna síðasta aðfangadag fæ ég skilaboð frá henni á Snapchat þar sem hún segir bara: „Hæ ég er dóttir þín“. Ég svaraði strax og sagðist vilja hitta hana og rækta tengslin við hana. Eftir þetta kom yfir mig einhvers konar innri friður sem hefur ekki farið síðan. Ég hafði ekki þorað að hafa samband af því að ég vissi að hún ætti fjölskyldu og annan pabba og ég vildi ekki hrófla við þessu.“ Þessi atburðarás hafi þannig skipt sköpum og að átta sig á meðvirkni sinni. „Ég var langminnstur þegar ég var í grunnskóla, en var aldrei lagður í einelti, af því að ég vissi hvað ég þyrfti að gera. Ég gaf stóru sterku strákunum snúð og kókómjólk í frímínútum og var mjög fljótur að læra hvað ég þyrfti að gera til að bjarga mér. Þessi mekanismi, sem væri kannski hægt að kalla að vera „street smart“ bjargaði mér mjög oft og mikið þegar ég var yngri. En það þýðir líka að líf mitt hefur mótast af því að ég er alltaf að gera það sem ég þarf að gera til að fólki líki vel við mig,“ segir Reynir. Hann telur að þessi meðvirkni, sem hefur alltaf fylgt honum, sé ein ástæða þess að hann hafi aldrei getað haldið sér edrú lengi. „Þessi meðvirki trúður innra með mér var líklega ástæðan fyrir því að ég varð stór á samfélagsmiðlum og á ákveðinn hátt er það það versta sem hefur komið fyrir mig. Ég höndlaði engan veginn athyglina og fór bara að gera meira og meira fyrir athygli og til að ganga í augun á fólki. Þetta var rosa gaman á köflum á meðan á því stóð, en eftir að ég fór í meiri sjálfsvinnu hef ég séð skýrt að þetta hefur örugglega alls ekki gert mér gott.“ Krotuðu á hurð veitingastaðarins og réðust að gestum Í viðtalinu fer Reynir yfir það þegar fjöldi fólks sniðgekk veitingastað sem hann rak, Vefjuna, í kjölfar þess að hann tjáði sig um mál Sölva Tryggvasonar sem hafði þá verið sakaður um að beita konur ofbeldi og verið kærður. Málin gegn Sölva voru felld niður um tveimur árum síðar eftir rannsókn lögreglu. Eftir að Reynir tjáði sig var að hans sögn krotað á hurð Vefjunnar, ráðist að starfsfólki og gestum og fyrirtækjum sem versluðu við fyrirtækið. „Ég var nýkominn úr meðferð og var að kveikja á símanum mínum í fyrsta skipti í margar vikur þegar ég sé einhverjar fréttir um þig og það fyrsta sem ég hugsa er að þetta sé eitthvað sem geti ekki verið rétt. Þetta hljóti að vera einhver djöfulsins þvæla. Ég er mjög hvatvís og set beint í „story“ eitthvað sem ég hefði betur sleppt og þegar ég sagði konunni minni frá því sagði hún mér að taka það strax út, en þá voru meira en 600 manns búnir að sjá það og mjög margir búnir að taka skjáskot. Ég hugsaði bara: „Nei, núna er ég fucked“. Ég henti þessu bara inn án þess að hugsa neitt frekar, en þetta var tímabil þar sem var ekkert rými fyrir neitt nema eina rétta skoðun. Það vita það allir sem þekkja mig að ég þoli ekki ofbeldi af neinu tagi og myndi aldrei réttlæta slíkt. En það sem var sorglegt við þetta tímabil var að á meðan það var verið að ráðast á menn eins og þig og mig voru fréttir í blöðunum af stjúpföður sem hafði nauðgað dóttur sinni frá 4-12 ára og það var ekkert talað um það og maður sá aldrei andlit eða umræður um alvöru brotamenn. Á meðan mönnunum í Vítalíu-málinu var kálað í fjölmiðlum voru engar umræður um menn sem fengu dóma fyrir nauðganir og harkalegt ofbeldi gegn konum,“ segir Reynir. Hægt er að nálgast viðtalið við Reyni og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Fíkn Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
„Ég er fíkill og það er eitt efni sem hefur aftur og aftur tekið mig alla leið til helvítis og það er kókaín. Það var ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum sem ég fékk loksins algjört frelsi frá því. Mynstrið hjá mér var alltaf að taka löng edrútímabil, en svo datt ég í það og varð bara algjör aumingi á augabragði. Þetta var orðið rosalega sorglegt undir restina og ég fór mjög fljótt í meðferð eftir að ég féll. Um leið og ég fékk mér aftur byrjaði ég bara að hágráta og vissi að ég ætti ekki breik. Ég væri ekki að fara að mæta í vinnu eða gera nokkurn skapaðan hlut. Bara loka mig af einhvers staðar einn,“ segir Reynir í viðtalinu. Hann hafi neytt efnanna í einrúmi og vitað að hann gæti ekkert gert til að taka sig taki. „Ég hef rústað fjórum hótelherbergjum í paranóju þar sem ég fer að brjóta skápa, múra fyrir hurðina eða annað af því að ég varð svo hræddur og enda bara í geðrofi. Í síðasta skiptið sem þetta gerðist var ég á hóteli fyrir þremur árum og ég hélt að það væru komnir morðingjar þegar það var bankað á herbergið til að veita ,,room service”. Úrið mitt klukkaði 34 þúsund skref á einum sólarhring, en ég var allan tímann inni á herberginu. Geðveikin og hræðslan var svo mikil.“ Tekur nokkra daga að rústa öllu Reynir segist hafa ítrekað byggt upp líf sitt en alltaf fallið aftur. „Ég hef oft verið búinn að byggja mér upp fallegt líf með fjölskyldu og allt í stakasta lagi, mikið af vinum, góðar tekjur og allt æðislegt. En svo hef ég bara fengið ógeð á þessu venjulega lífi, einhvers konar sjálfseyðingarhvöt tekur yfir og ég verð að byrja að fá mér og loka mig af. Þá tekur mig nokkra daga að rústa öllu og ég er kannski búinn að eyða tveimur milljónum og brjóta allar brýr að baki mér og særa fólkið mitt.“ Hann segir að sem betur fer sé hann í þessum aðstæðum oftast fljótur að biðja um aðstoð og koma sér í meðferð. Hann hafi farið í ótal meðferðir en í síðasta skipti sem þetta gerðist hafi orðið einhver vakning innra með honum. „Ég var grátandi á gólfinu heima að biðja guð um að leyfa mér að lifa og var með svo mikla sýkingu í augunum að ég sá ekki neitt, en um leið og augun löguðust þá fékk ég mér aftur og þá missti ég aftur sjónina og svo endaði það með því að lögreglan kom og tók mig. Ég man að dóttir mín sagði: „Ég vil deyja með pabba“ og þegar ég heyrði það opnuðust augu mín fyrir alvöru.“ Dóttirin hafði loks samband Reynir talar um það í viðtalinu að hann hafi, eftir þetta, farið í mikla sjálfsvinnu og það hafi hjálpað honum að sjá sjálfan sig skýrar. Líf hans hafi verið mótað af mikilli meðvirkni og þörf til að þóknast öðrum. Hann segir það hafa breytt öllu að dóttir hans, sem hann fékk að vita af fyrir tíu árum, hafði samband við hann á Snapchat. „Fyrir tíu árum síðan var ég kallaður í DNA-prufu og það kemur í ljós að ég er faðirinn. Ég átti þá fjölskyldu og hún bjó á Spáni og ég sleppi tökunum á þessu. En líklega var ég að flýja þetta allan þennan tíma og einhvers staðar innra með mér var það að naga mig að gera ekkert í þessu. En svo núna síðasta aðfangadag fæ ég skilaboð frá henni á Snapchat þar sem hún segir bara: „Hæ ég er dóttir þín“. Ég svaraði strax og sagðist vilja hitta hana og rækta tengslin við hana. Eftir þetta kom yfir mig einhvers konar innri friður sem hefur ekki farið síðan. Ég hafði ekki þorað að hafa samband af því að ég vissi að hún ætti fjölskyldu og annan pabba og ég vildi ekki hrófla við þessu.“ Þessi atburðarás hafi þannig skipt sköpum og að átta sig á meðvirkni sinni. „Ég var langminnstur þegar ég var í grunnskóla, en var aldrei lagður í einelti, af því að ég vissi hvað ég þyrfti að gera. Ég gaf stóru sterku strákunum snúð og kókómjólk í frímínútum og var mjög fljótur að læra hvað ég þyrfti að gera til að bjarga mér. Þessi mekanismi, sem væri kannski hægt að kalla að vera „street smart“ bjargaði mér mjög oft og mikið þegar ég var yngri. En það þýðir líka að líf mitt hefur mótast af því að ég er alltaf að gera það sem ég þarf að gera til að fólki líki vel við mig,“ segir Reynir. Hann telur að þessi meðvirkni, sem hefur alltaf fylgt honum, sé ein ástæða þess að hann hafi aldrei getað haldið sér edrú lengi. „Þessi meðvirki trúður innra með mér var líklega ástæðan fyrir því að ég varð stór á samfélagsmiðlum og á ákveðinn hátt er það það versta sem hefur komið fyrir mig. Ég höndlaði engan veginn athyglina og fór bara að gera meira og meira fyrir athygli og til að ganga í augun á fólki. Þetta var rosa gaman á köflum á meðan á því stóð, en eftir að ég fór í meiri sjálfsvinnu hef ég séð skýrt að þetta hefur örugglega alls ekki gert mér gott.“ Krotuðu á hurð veitingastaðarins og réðust að gestum Í viðtalinu fer Reynir yfir það þegar fjöldi fólks sniðgekk veitingastað sem hann rak, Vefjuna, í kjölfar þess að hann tjáði sig um mál Sölva Tryggvasonar sem hafði þá verið sakaður um að beita konur ofbeldi og verið kærður. Málin gegn Sölva voru felld niður um tveimur árum síðar eftir rannsókn lögreglu. Eftir að Reynir tjáði sig var að hans sögn krotað á hurð Vefjunnar, ráðist að starfsfólki og gestum og fyrirtækjum sem versluðu við fyrirtækið. „Ég var nýkominn úr meðferð og var að kveikja á símanum mínum í fyrsta skipti í margar vikur þegar ég sé einhverjar fréttir um þig og það fyrsta sem ég hugsa er að þetta sé eitthvað sem geti ekki verið rétt. Þetta hljóti að vera einhver djöfulsins þvæla. Ég er mjög hvatvís og set beint í „story“ eitthvað sem ég hefði betur sleppt og þegar ég sagði konunni minni frá því sagði hún mér að taka það strax út, en þá voru meira en 600 manns búnir að sjá það og mjög margir búnir að taka skjáskot. Ég hugsaði bara: „Nei, núna er ég fucked“. Ég henti þessu bara inn án þess að hugsa neitt frekar, en þetta var tímabil þar sem var ekkert rými fyrir neitt nema eina rétta skoðun. Það vita það allir sem þekkja mig að ég þoli ekki ofbeldi af neinu tagi og myndi aldrei réttlæta slíkt. En það sem var sorglegt við þetta tímabil var að á meðan það var verið að ráðast á menn eins og þig og mig voru fréttir í blöðunum af stjúpföður sem hafði nauðgað dóttur sinni frá 4-12 ára og það var ekkert talað um það og maður sá aldrei andlit eða umræður um alvöru brotamenn. Á meðan mönnunum í Vítalíu-málinu var kálað í fjölmiðlum voru engar umræður um menn sem fengu dóma fyrir nauðganir og harkalegt ofbeldi gegn konum,“ segir Reynir. Hægt er að nálgast viðtalið við Reyni og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Fíkn Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29