Enski boltinn

Steven Gerrard orðinn afi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik í mars síðastliðnum.
Steven Gerrard klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik í mars síðastliðnum. Getty/LFC Foundation

Tíminn líður hratt og nú er Liverpool goðsögnin Steven Gerrard búinn að eignast sitt fyrsta barnabarn.

Gerrard er 45 ára gamall en elsta dóttir hans var að eignast sitt fyrsta barn.

„Litli engillinn okkar er kominn í heiminn,“ skrifaði hin 21 árs gamla Lilly Gerrard á samfélagsmiðilinn Instagram.

@lilly.gerrardd

Gerrard á Lilly með eiginkonu sinni Alex Curran en þau eiga þrjú önnur börn saman. Lilly er fædd árið 2004 og er nú að gera Gerrard að afa.

Gerrard lék með Liverpool frá 1998 til 2015, yfir fimm hundruð leiki og er álitinn vera einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins þrátt fyrir að hafa aldrei orðið Englandsmeistari með félaginu. Hann var fjölda titla þó og marga sem fyrirliði þar á meðal Meistaradeildina 2005.

Gerrard setti skóna á hilluna árið 2016 en hann lék síðustu árin með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Hann hefur síðan reynt fyrir sér sem knattspyrnustjóri.

Gerrard hætti nú síðast sem stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í janúar eða stuttu eftir að Lilly opinberaði að hún ætti von á barni. Hann var þó með samning til ársins 2027. Í dag starfar hann sem knattspyrnuspekingur hjá TNT Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×