Fótbolti

Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blika höfðu ástæðu til að fagna, og það ítrekað, í gær.
Blika höfðu ástæðu til að fagna, og það ítrekað, í gær.

Breiðablik rúllaði yfir Albaníumeistara Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er liðin áttust við í síðari leik einvígis þeirra í 1. umferð. Leiknum lauk 5-0 eftir sýningu grænklæddra á Kópavogsvelli.

Ágúst Orri Þorsteinsson kom Blikum á bragðið eftir frábærlega útfærða skyndisókn eftir um stundarfjórðungsleik og Viktor Karl Einarsson annað markið skömmu síðar eftir ekki síður góða sókn.

Ágúst Orri og Viktor Karl bættu við marki hvor fyrir hálfleikinn og staðan 4-0 í hálfleik, þökk sé stórgóðum leik Blika.

Óli Valur Ómarsson negldi síðasta naglann í kistu Egnatia með hörkuskoti alveg út við stöng undir lok leiks.

Breiðablik vann einvígið 5-1 og mætir Lech Poznan í næstu umferð.

Mörkin fimm í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá í spilaranum.

Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Egnatia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×