Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar 17. júlí 2025 09:02 Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun