Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar 17. júlí 2025 09:02 Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar