Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 23:55 Magnús ásamt Styrmi Nóa, frænda sínum og besta vini. „Ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta að væri bara búið,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson mótorhjólakappi. Magnús lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi laugardaginn 5. júlí. Þegar hann var vakinn tveimur dögum síðar grátbað hann um að fá að deyja, handviss um að hann væri lamaður fyrir lífstíð og yrði fjölskyldu sinni of mikil byrði. Tæpum tveimur vikum eftir slysið er hann útskrifaður af spítala, er farinn að ganga á ný og hefur náð undraverðum bata. Man ekki eftir morgninum Atburðarásin þennan örlagaríka dag er Magnúsi óljós, bæði vegna þess að enginn vitni urðu að slysinu sjálfu, og vegna þess að Magnús man ekkert frá því. Sú óvissa hefur reynst Magnúsi erfið, en hann leggur sig fram við að horfa frekar fram á við en að reyna að fylla í eyðurnar. „Ég man ekki einu sinni eftir þessum morgni fyrir slysið. Ég man ekki eftir að hafa farið heiman frá frá Selfossi og kysst konuna bless,“ segir Magnús. Hann man eftir að hafa verið spenntur kvöldið áður að fara í hjólatúr með tveimur félögum sínum út á Snæfellsnes á Harley Davidson mótorhjólinu sínu, en Magnús er félagi í Harley Davidson-klúbbnum á Íslandi. Í ferðinni hafi félagarnir tveir leitt ferðina og Magnús rekið lestina. „Ég hjóla hægt, er svolítill snigill í mér. Ég er ekki mikill glaumgosi og hjóla frekar rólega, sem hefur klárlega verið mér til happs þarna.“ segir Magnús. Magnús hélt af stað í ferð á Snæfellsnesið með félögum úr Harley Davidson-klúbbnum laugardaginn 5. júlí. Með tímanum hafi vinunum þó þótt undarlegt hve langt undan Magnús virtist vera og ákveðið að snúa við. Þeim hafi dottið í hug að mögulega hafi hann misst loft úr dekkjunum. Þegar þeir komu loks að Magnúsi lá hann í vegarkantinum, ferðamenn stumruðu yfir honum og barnalæknir í sumarfríi sem heppilega átti leið hjá hlúði að honum. Hjólið var enn í gangi. „Síðan hófst einhver atburðarás sem ég hef bara eftir munnmælum annarra,“ segir Magnús, sem þó var með meðvitund eftir slysið. „Ég virtist vera nokkuð vel áttaður en ég man ekkert eftir þessu.“ Magnús var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á meðan annar vinurinn gerði fjölskyldu hans viðvart, Jennýju Hildi eiginkonu hans og börnunum Aþenu og Gabríel. Á Landspítalanum var Magnúsi komið í rannsóknir og ákvörðun tekin um að svæfa hann. Magnús telur sig ljónheppinn að hafa ekki verið að hjóla hratt og að hafa ekki orðið undir hjólinu, sem er yfir þrjú hundruð kíló að þyngd. „Þau hjálpuðu líka til við að tempra vonir og væntingar. Þrátt fyrir að ég hafi verið með meðvitund sé það ekki til marks um að ég hafi verið algjörlega hólpinn.“ Rannsóknir leiddu í ljós að Magnús hefði hlotið mörg beinbrot auk innvortis blæðinga. Magnús brotnaði á hálshrygg, lendarhrygg og á nokkrum rifbeinum. Þá hlaut hann meiðsl á úlnliði og öxl og segist í raun lemstraður um allan líkamann. Honum var haldið sofandi í tvo daga áður en hann var vakinn. „Ég get sagt í fullkominni einlægni að ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta væri bara búið. Ég fann ekki fyrir fótunum á mér og ég fann ekki fyrir höndunum á mér. Átti erfitt með að anda og það var slím að koma upp úr mér. Það var ekki einn staður á líkamanum mínum þar sem mér var ekki illt.“ Magnús segir frá öðru slysi sem hann varð fyrir í desember 2019, þegar hann féll í hálku, höfuðkúpubrotnaði og hlaut varanlegan heilaskaða, og var í endurhæfingu vegna þess um skeið. „Það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég vildi ekki að mér yrði bjargað. Ég hugsaði, ætla ég í alvöru að fara að bjóða fjölskyldunni minni upp á það, ofan á allt annað, að vera aftur kominn á byrjunarreit? Eftir alla þessa framvindu og undraverðu björgun sem ég hef fengið, ætla ég enn og aftur að koma þeim í þá stöðu? Ég skammaðist mín fyrir það.“ Magnúsi var haldið sofandi í tvo daga. Til marks um fagmennsku á Landspítalanum segir Magnús að um leið og hann hafi látið þessi orð falla hafi verið bókuð sálgæsla fyrir hann og hans fólk. „Ég á þarna mjög einlægt spjall þar sem hún [sálgæsluaðilinn] stappar í mig stálinu og útskýrir fyrir mér að ég geti verið þakklátur fyrir að vera á lífi. Ég eigi börn sem eru stolt af pabba sínum að taka þennan slag.“ Allt gengið upp Í framhaldinu hafi starfsfólk Landspítalans séð um að koma ástandi hans í stöðugar horfur. Í fyrstu hafi hann ekki fundið fyrir fótunum á sér, átt erfitt með tal og verið sárkvalinn um allan líkama. Hann hafi ekki getað hreyft sig án aðstoðar. „Ég var búinn að mynda mér þá skoðun að héðan í frá þyrfti ég á einhvers konar umönnun að halda og þar með yrði ég enn meira byrði á samfélagið og fjölskylduna. En svo, á einhvern undraverðan hátt, með hjálp guðs og góðra manna hefur stígandinn verið þannig að það hefur allt gengið upp.“ Magnús man ekkert eftir að hafa kysst Jennýju sína bless og ekið út úr heimabænum Selfossi morguninn sem slysið varð. Magnús útskrifaðist af deild 12G, hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnadeild í gær og gekk þaðan út í bíl ásamt konunni sinni, nokkrum dögum eftir að hann hélt að hann væri lamaður fyrir lífstíð. Magnús kann deildinni og Landspítalanum öllum miklar þakkir fyrir þá aðstoð og aðhlynningu sem starfsfólk spítalans hefur veitt honum. Í raun varði Magnús stórum hluta samtals við blaðamann í að hrósa starfsfólkinu sem hugsaði um hann á spítalanum. „Þau hafa verið mér mögnuð. Þau hafa leitt okkur í gegnum þetta, tryggt að bæði ég og konan mín fáum að hitta sálgæsluaðila. Þau hafa verið til staðar og hlustað á það sem ég hef verið að segja, senda mig í rannsóknir á rannsóknir ofan til að skoða hvern krók og kima þar sem ég hef fundið fyrir krankleika. Svo hafa þau verið svo dugleg að setjast á rúmstokkinn hjá mér þegar ég hef verið niðurlútur og barið mér trú í brjóst. Ég get ekki lofað þau nóg.“ Erfitt að sætta sig við óvissuna Magnús segist hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við að hann muni að öllum líkindum ekki vita hvað nákvæmlega gerðist sem olli því að slysið varð. Sem fyrr segir hafi hann ekið nokkuð hægt og engar vísbendingar séu um skemmdir í veginum eða bikblæðingu. Fjörutíu og fimm metra löng bremsuför hafi verið á veginum eftir hjólið. Út frá þeirri vísbendingu hafi ýmsum getgátum hafi verið velt upp, til dæmis hvort fugl hafi flogið fyrir Magnús eða hann fengið aðsvif. Lögreglan á Vesturlandi hefur slysið til rannsóknar og Magnús kann henni miklar þakkir fyrir vönduð vinnubrögð. Magnús var farinn að ganga nokkrum dögum eftir að hann hélt hann myndi aldrei ganga aftur. „En ætli ég sé ekki forvitnasti maður á Íslandi? Ég er búinn að vera ofboðslega fullur af sektarkennd, gerði ég eitthvað vitlaust? Var ég hræddur við eitthvað? Var ég smeykur við að keyra á? Ég er búinn að vera að reyna að fylla í eyðurnar sjálfur en sálgæsluaðilinn á Landspítalanum benti mér á að ég yrði að hætta að eyða orku í þetta. Ég ætti frekar að eyða orku í að ná mér, og kyssa börnin og konuna og ekki áfellast sjálfan mig.“ Það sé þó hægara sagt en gert að berjast við forvitnina, og erfitt sé að fá því ekki svarað hvað nákvæmlega gerðist. „Mig langar svo að vita hvort ég hafi gert einhver mistök. Ég þarf að fá þá vitneskju fyrir sjálfan mig. Ég er marinn og meiddur, 43 ára gamall lafhræddur lítill strákur eins og staðan er núna. Ég hef ekki grátið svona mikið frá því að ég var lítill strákur. Bæði vegna verkja og ótta við að þetta færi mun verr.“ Passar að fara ekki fram úr sér Blaðamaður spyr Magnús hvað tekur við nú þegar spítaladvölinni er lokið en hann hefur sjálfur velt því mikið fyrir sér síðustu daga. „Ég er í eðli mínu hræddur lítill strákur. Ég var rosalega mikið að spyrja, hvað tekur við? Hvað þýðir þetta? Er ég að fara í langa endurhæfingu? Ég var rosalega upptekinn af því að fá að vita næstu skref. Þau hvöttu mig til að taka bara einn dag í einu. Næstu skref væru bara að ná stöðugleika.“ Í fyrstu hafi aðalatriðið verið að ná stöðugleika. Þegar honum var náð var honum boðið að ljúka endurhæfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Því hafi hann getað farið heim svona snemma í bataferlinu. Hann fagnar því að geta verið í faðmi fjölskyldunnar á sínu heimili. Eðli málsins samkvæmt tekur langt bata- og endurhæfingarferli við auk fleiri rannsókna. Þá munu næstu vikur snúast um að halda verkjunum í skefjum. Magnús hefur fundið fyrir skertri tilfinningu í vinstri hendi og fæti og því verður einnig kannað hvort hann hafi hlotið taugaskemmdir. Í leið passar hann sig þó að fara ekki yfir um, en hann segir starfsfólk 12G hafa þurft að minna sig á að spóla ekki yfir sig og taka einn dag í einu. Í ævarandi þakkarskuld við klúbbinn Auk viðbragðsaðila, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu segist Magnús í ævarandi þakkarskuld við Harley Davidson-klúbbinn á Íslandi, sem hefur reynst honum ómetanlegur stuðningur í bataferlinu. Klúbburinn hafi til að mynda ákveðið að senda meðlimi á skyndihjálparnámskeið eftir slysið. Þá hafi félagsmenn sett saman myndband sem innihélt hvatningu og kveðjur til Magnúsar. „Heiðar, forseti klúbbsins og strákarnir í stjórninni hafa tekið algjörlega stjórn á málum, brúað bilið milli klúbbmeðlima og konunnar minnar. Þeir hafa tekið utan um hana, hringt í hana, verið til staðar og sagt: Við erum í þessu saman. Við erum bræður og systur og við skulum gera hvað sem ykkur vanhagar um. Þeir hafa boðist til að aðstoða mig við að sækja hjólið vestur. Eins og staðan er núna get ég ekki hjólað en þegar kallið kemur er ég ekki viss um að ég muni þora því, ég er náttúrlega skíthræddur,“ segir Magnús. Magnús vinnur sem mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, sem hann lýstir sem draumavinnustað. Hann hlakkar til að koma aftur til starfa þó hann átti sig á að hann eigi enn langt í land. „Þegar ég útskrifaðist úr háskólanum árið 2011 ákvað ég að ég ætlaði að verða gamall maður í mannauðsdeildinni. Ég reyndi hvað ég gat að ná góðu jafnvægi eftir fyrra slys. Ætli ég þurfi ekki að vanda mig ennþá betur núna að ná í höfn? En ég þarf líka að vera þolinmóður. Þetta er langt ferðalag sem framundan er.“ Samgönguslys Bifhjól Snæfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. 5. júlí 2025 15:29 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Magnús lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi laugardaginn 5. júlí. Þegar hann var vakinn tveimur dögum síðar grátbað hann um að fá að deyja, handviss um að hann væri lamaður fyrir lífstíð og yrði fjölskyldu sinni of mikil byrði. Tæpum tveimur vikum eftir slysið er hann útskrifaður af spítala, er farinn að ganga á ný og hefur náð undraverðum bata. Man ekki eftir morgninum Atburðarásin þennan örlagaríka dag er Magnúsi óljós, bæði vegna þess að enginn vitni urðu að slysinu sjálfu, og vegna þess að Magnús man ekkert frá því. Sú óvissa hefur reynst Magnúsi erfið, en hann leggur sig fram við að horfa frekar fram á við en að reyna að fylla í eyðurnar. „Ég man ekki einu sinni eftir þessum morgni fyrir slysið. Ég man ekki eftir að hafa farið heiman frá frá Selfossi og kysst konuna bless,“ segir Magnús. Hann man eftir að hafa verið spenntur kvöldið áður að fara í hjólatúr með tveimur félögum sínum út á Snæfellsnes á Harley Davidson mótorhjólinu sínu, en Magnús er félagi í Harley Davidson-klúbbnum á Íslandi. Í ferðinni hafi félagarnir tveir leitt ferðina og Magnús rekið lestina. „Ég hjóla hægt, er svolítill snigill í mér. Ég er ekki mikill glaumgosi og hjóla frekar rólega, sem hefur klárlega verið mér til happs þarna.“ segir Magnús. Magnús hélt af stað í ferð á Snæfellsnesið með félögum úr Harley Davidson-klúbbnum laugardaginn 5. júlí. Með tímanum hafi vinunum þó þótt undarlegt hve langt undan Magnús virtist vera og ákveðið að snúa við. Þeim hafi dottið í hug að mögulega hafi hann misst loft úr dekkjunum. Þegar þeir komu loks að Magnúsi lá hann í vegarkantinum, ferðamenn stumruðu yfir honum og barnalæknir í sumarfríi sem heppilega átti leið hjá hlúði að honum. Hjólið var enn í gangi. „Síðan hófst einhver atburðarás sem ég hef bara eftir munnmælum annarra,“ segir Magnús, sem þó var með meðvitund eftir slysið. „Ég virtist vera nokkuð vel áttaður en ég man ekkert eftir þessu.“ Magnús var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á meðan annar vinurinn gerði fjölskyldu hans viðvart, Jennýju Hildi eiginkonu hans og börnunum Aþenu og Gabríel. Á Landspítalanum var Magnúsi komið í rannsóknir og ákvörðun tekin um að svæfa hann. Magnús telur sig ljónheppinn að hafa ekki verið að hjóla hratt og að hafa ekki orðið undir hjólinu, sem er yfir þrjú hundruð kíló að þyngd. „Þau hjálpuðu líka til við að tempra vonir og væntingar. Þrátt fyrir að ég hafi verið með meðvitund sé það ekki til marks um að ég hafi verið algjörlega hólpinn.“ Rannsóknir leiddu í ljós að Magnús hefði hlotið mörg beinbrot auk innvortis blæðinga. Magnús brotnaði á hálshrygg, lendarhrygg og á nokkrum rifbeinum. Þá hlaut hann meiðsl á úlnliði og öxl og segist í raun lemstraður um allan líkamann. Honum var haldið sofandi í tvo daga áður en hann var vakinn. „Ég get sagt í fullkominni einlægni að ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta væri bara búið. Ég fann ekki fyrir fótunum á mér og ég fann ekki fyrir höndunum á mér. Átti erfitt með að anda og það var slím að koma upp úr mér. Það var ekki einn staður á líkamanum mínum þar sem mér var ekki illt.“ Magnús segir frá öðru slysi sem hann varð fyrir í desember 2019, þegar hann féll í hálku, höfuðkúpubrotnaði og hlaut varanlegan heilaskaða, og var í endurhæfingu vegna þess um skeið. „Það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég vildi ekki að mér yrði bjargað. Ég hugsaði, ætla ég í alvöru að fara að bjóða fjölskyldunni minni upp á það, ofan á allt annað, að vera aftur kominn á byrjunarreit? Eftir alla þessa framvindu og undraverðu björgun sem ég hef fengið, ætla ég enn og aftur að koma þeim í þá stöðu? Ég skammaðist mín fyrir það.“ Magnúsi var haldið sofandi í tvo daga. Til marks um fagmennsku á Landspítalanum segir Magnús að um leið og hann hafi látið þessi orð falla hafi verið bókuð sálgæsla fyrir hann og hans fólk. „Ég á þarna mjög einlægt spjall þar sem hún [sálgæsluaðilinn] stappar í mig stálinu og útskýrir fyrir mér að ég geti verið þakklátur fyrir að vera á lífi. Ég eigi börn sem eru stolt af pabba sínum að taka þennan slag.“ Allt gengið upp Í framhaldinu hafi starfsfólk Landspítalans séð um að koma ástandi hans í stöðugar horfur. Í fyrstu hafi hann ekki fundið fyrir fótunum á sér, átt erfitt með tal og verið sárkvalinn um allan líkama. Hann hafi ekki getað hreyft sig án aðstoðar. „Ég var búinn að mynda mér þá skoðun að héðan í frá þyrfti ég á einhvers konar umönnun að halda og þar með yrði ég enn meira byrði á samfélagið og fjölskylduna. En svo, á einhvern undraverðan hátt, með hjálp guðs og góðra manna hefur stígandinn verið þannig að það hefur allt gengið upp.“ Magnús man ekkert eftir að hafa kysst Jennýju sína bless og ekið út úr heimabænum Selfossi morguninn sem slysið varð. Magnús útskrifaðist af deild 12G, hjarta-, lungna-, augnskurðdeild og nýrnadeild í gær og gekk þaðan út í bíl ásamt konunni sinni, nokkrum dögum eftir að hann hélt að hann væri lamaður fyrir lífstíð. Magnús kann deildinni og Landspítalanum öllum miklar þakkir fyrir þá aðstoð og aðhlynningu sem starfsfólk spítalans hefur veitt honum. Í raun varði Magnús stórum hluta samtals við blaðamann í að hrósa starfsfólkinu sem hugsaði um hann á spítalanum. „Þau hafa verið mér mögnuð. Þau hafa leitt okkur í gegnum þetta, tryggt að bæði ég og konan mín fáum að hitta sálgæsluaðila. Þau hafa verið til staðar og hlustað á það sem ég hef verið að segja, senda mig í rannsóknir á rannsóknir ofan til að skoða hvern krók og kima þar sem ég hef fundið fyrir krankleika. Svo hafa þau verið svo dugleg að setjast á rúmstokkinn hjá mér þegar ég hef verið niðurlútur og barið mér trú í brjóst. Ég get ekki lofað þau nóg.“ Erfitt að sætta sig við óvissuna Magnús segist hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við að hann muni að öllum líkindum ekki vita hvað nákvæmlega gerðist sem olli því að slysið varð. Sem fyrr segir hafi hann ekið nokkuð hægt og engar vísbendingar séu um skemmdir í veginum eða bikblæðingu. Fjörutíu og fimm metra löng bremsuför hafi verið á veginum eftir hjólið. Út frá þeirri vísbendingu hafi ýmsum getgátum hafi verið velt upp, til dæmis hvort fugl hafi flogið fyrir Magnús eða hann fengið aðsvif. Lögreglan á Vesturlandi hefur slysið til rannsóknar og Magnús kann henni miklar þakkir fyrir vönduð vinnubrögð. Magnús var farinn að ganga nokkrum dögum eftir að hann hélt hann myndi aldrei ganga aftur. „En ætli ég sé ekki forvitnasti maður á Íslandi? Ég er búinn að vera ofboðslega fullur af sektarkennd, gerði ég eitthvað vitlaust? Var ég hræddur við eitthvað? Var ég smeykur við að keyra á? Ég er búinn að vera að reyna að fylla í eyðurnar sjálfur en sálgæsluaðilinn á Landspítalanum benti mér á að ég yrði að hætta að eyða orku í þetta. Ég ætti frekar að eyða orku í að ná mér, og kyssa börnin og konuna og ekki áfellast sjálfan mig.“ Það sé þó hægara sagt en gert að berjast við forvitnina, og erfitt sé að fá því ekki svarað hvað nákvæmlega gerðist. „Mig langar svo að vita hvort ég hafi gert einhver mistök. Ég þarf að fá þá vitneskju fyrir sjálfan mig. Ég er marinn og meiddur, 43 ára gamall lafhræddur lítill strákur eins og staðan er núna. Ég hef ekki grátið svona mikið frá því að ég var lítill strákur. Bæði vegna verkja og ótta við að þetta færi mun verr.“ Passar að fara ekki fram úr sér Blaðamaður spyr Magnús hvað tekur við nú þegar spítaladvölinni er lokið en hann hefur sjálfur velt því mikið fyrir sér síðustu daga. „Ég er í eðli mínu hræddur lítill strákur. Ég var rosalega mikið að spyrja, hvað tekur við? Hvað þýðir þetta? Er ég að fara í langa endurhæfingu? Ég var rosalega upptekinn af því að fá að vita næstu skref. Þau hvöttu mig til að taka bara einn dag í einu. Næstu skref væru bara að ná stöðugleika.“ Í fyrstu hafi aðalatriðið verið að ná stöðugleika. Þegar honum var náð var honum boðið að ljúka endurhæfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Því hafi hann getað farið heim svona snemma í bataferlinu. Hann fagnar því að geta verið í faðmi fjölskyldunnar á sínu heimili. Eðli málsins samkvæmt tekur langt bata- og endurhæfingarferli við auk fleiri rannsókna. Þá munu næstu vikur snúast um að halda verkjunum í skefjum. Magnús hefur fundið fyrir skertri tilfinningu í vinstri hendi og fæti og því verður einnig kannað hvort hann hafi hlotið taugaskemmdir. Í leið passar hann sig þó að fara ekki yfir um, en hann segir starfsfólk 12G hafa þurft að minna sig á að spóla ekki yfir sig og taka einn dag í einu. Í ævarandi þakkarskuld við klúbbinn Auk viðbragðsaðila, heilbrigðisstarfsfólks og lögreglu segist Magnús í ævarandi þakkarskuld við Harley Davidson-klúbbinn á Íslandi, sem hefur reynst honum ómetanlegur stuðningur í bataferlinu. Klúbburinn hafi til að mynda ákveðið að senda meðlimi á skyndihjálparnámskeið eftir slysið. Þá hafi félagsmenn sett saman myndband sem innihélt hvatningu og kveðjur til Magnúsar. „Heiðar, forseti klúbbsins og strákarnir í stjórninni hafa tekið algjörlega stjórn á málum, brúað bilið milli klúbbmeðlima og konunnar minnar. Þeir hafa tekið utan um hana, hringt í hana, verið til staðar og sagt: Við erum í þessu saman. Við erum bræður og systur og við skulum gera hvað sem ykkur vanhagar um. Þeir hafa boðist til að aðstoða mig við að sækja hjólið vestur. Eins og staðan er núna get ég ekki hjólað en þegar kallið kemur er ég ekki viss um að ég muni þora því, ég er náttúrlega skíthræddur,“ segir Magnús. Magnús vinnur sem mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, sem hann lýstir sem draumavinnustað. Hann hlakkar til að koma aftur til starfa þó hann átti sig á að hann eigi enn langt í land. „Þegar ég útskrifaðist úr háskólanum árið 2011 ákvað ég að ég ætlaði að verða gamall maður í mannauðsdeildinni. Ég reyndi hvað ég gat að ná góðu jafnvægi eftir fyrra slys. Ætli ég þurfi ekki að vanda mig ennþá betur núna að ná í höfn? En ég þarf líka að vera þolinmóður. Þetta er langt ferðalag sem framundan er.“
Samgönguslys Bifhjól Snæfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. 5. júlí 2025 15:29 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. 5. júlí 2025 15:29