Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2025 13:06 Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Blönduósi og sveitunum þar í kring um helgina en Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, viðburðastjóri vökunnar er hér við skiltið góða. Aðsend Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér Húnabyggð Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér
Húnabyggð Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira