Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Ætli Mbeumo geti leyst markmannsvandræði Man United? EPA-EFE/Vísir Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira