„Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:58 Halldór Árnason, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var sáttur eftir sigur sinna manna á Vestra í dag, 1-0. Með sigrinum eru Blikar komnir upp að hlið Víkinga á toppnum. „Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“ Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
„Góð frammistaða. Héldum þeim ágætlega frá markinu okkar og sköpuðum urmul dauðafæra sem við verðum að nýta betur. Það þarf ekkert nema eitt langt innkast eða fast leikatriði eða eitthvað undir lokin til þess að missa þetta niður, þannig að ég hefði gjarnan viljað ganga frá leiknum fyrr,“ sagði Halldór. „Það vantaði upp á færanýtinguna og betri ákvarðanatöku í stöðum þegar við komumst niður að endalínu. Menn eru í dauðafæri inn í teignum en við erum að bíða lengi með sendinguna, velja rangan vinkil. Stundum er það bara þannig. Í síðasta leik fór það allt inn en nú er það stöngin út, en þrjú stig gegn góðu liði og við tökum því.“ Lið Breiðabliks fer út í fyrramálið klukkan sex til Póllands þar sem liðið mun mæta Lech Poznan á þriðjudaginn. Halldór segir þann leik ekki hafa truflað liðið í undirbúningi fyrir þennan leik. „Síðan Egnatia leikurinn kláraðist þá erum við bara búnir að fókúsera á þennan leik. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við fórum yfir það. Við reynum yfirleitt ekki að tala upp leiki en umferðin hefur bara þróast þannig að liðin í topp sex eru búin að vera tapa stigum og svo eru innbyrðis leikir í umferðinni og Vestri líka búnir að vera í topp sex. Þessi umferð bara raðaðist upp þannig að við þurftum að vinna í dag og gerðum það. Nú bara tekur við endurheimt og ferðarleg sem fer reyndar ekki mjög vel saman, en það er eins og það er en við verðum klárir á þriðjudaginn.“ Damir Muminovic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í dag eftir að hafa komið frá Brúnei. Var hann í byrjunarliðinu í leiknum, en Halldór sagði fyrir leik að vegna leikbanna hjá varnarmönnum liðsins skapaðist tækifæri fyrir Damir í liðinu. Halldór var mjög sáttur með leik Damirs, en hann og Viktor Örn stóðu í miðri vörninni með miðjumanninn Anton Loga í vinstri bakverðinum og sóknarsinnaða kantmanninn Ágúst Orra í hægri bakverðinum. „Það var eins og hann hafði aldrei farið. Hann var bara frábær, meiri háttar flottur. Við stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu í leiknum með tvo varnarmenn inn á og kannski full opnir til baka í fyrri hálfleik en við leystum það ágætlega. Við þéttum þetta svo aðeins í seinni. Damir var meira í comfortzone-inu sínu þar og þeir og bara allt liðið frábærir.“
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira