Fótbolti

West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kyle Walker-Peters leikur með West Ham á komandi tímabili.
Kyle Walker-Peters leikur með West Ham á komandi tímabili. West Ham United FC/West Ham United FC via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur samið við enska bakvörðinn Kyle Walker-Peters um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Walker-Peters kemur frítt til West Ham, en samningur hans við Southampton rann út í sumar eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann skrifar undir þriggja ára samning við Hamrana.

Walker-Peters hóf feril sinn hjá Tottenham, en lék aðeins tólf deildarleiki á þeim fimm árum sem hann var á mála hjá félaginu. Hann fór svo til Southampton á láni árið 2020 áður en hann var keyptur til félagsins það sama ár.

Hann hefur leikið 169 deildarleiki fyrir Southampton og skorað í þeim fjögur mörk. Þá á hann einnig að baki tvo leiki fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×