Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júlí 2025 09:34 Viktoría Blöndal ogStarkaður Pétursson eru umsjónarmenn Hitamælisins. Meðal gesta sem hafa komið eru María Heba, Unnur Birna, Bragi Páll og Birna Rún. Hlaðvarpið Hitamælirinn mælir hitann í þjóðarsálinni og býður gestum að kasta steinum úr glerhúsi. Fólk fær að tuða í tíu mínútur yfir öllum fjandanum, hvort sem það er „Euphoria“ með Loreen, börn í sundlaugum eða geirvörtum karlmanna. Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum. Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum.
Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira