Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júlí 2025 09:34 Viktoría Blöndal ogStarkaður Pétursson eru umsjónarmenn Hitamælisins. Meðal gesta sem hafa komið eru María Heba, Unnur Birna, Bragi Páll og Birna Rún. Hlaðvarpið Hitamælirinn mælir hitann í þjóðarsálinni og býður gestum að kasta steinum úr glerhúsi. Fólk fær að tuða í tíu mínútur yfir öllum fjandanum, hvort sem það er „Euphoria“ með Loreen, börn í sundlaugum eða geirvörtum karlmanna. Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum. Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Viktoría Blöndal, höfundur og leikstjóri, og Starkaður Pétursson leikari stofnuðu nýverið hlaðvarpið Hitamælinn sem gengur út á að fá fólk til að létta af sér í tíu mínútur um allt það sem angrar það. Hitamælirinn gengur út á að fólk létti af sér með það sem ergir það mest. „Þetta er eitt stórt og feitt rant af því inni í okkur öllum þá er fólk, hvort sem það segir það eða ekki, alltaf að tuða eitthvað. Við erum manneskjur og við erum að tuða allan daginn og þarna fékk fólk pláss til að tuða,“ segir Viktoría Blöndal. Þættirnir eru teknir upp í glerhúsi foreldra Starkaðs og fær hver gestur afmarkaðan tíma til að tuða. „Þetta eru tíu mínútur sem fólk fékk til að ranta og fólk nýtti þær frekar vel. Það var ekki til í neitt hversdagsspjall heldur kom sér beint að efninu,“ segir Viktoría. Drukkið mikið í mollunni Þau félagar líta á hlaðvarpið sem eins konar plötu þar sem það kemur gestur í hverju lagi. Þættirnir eru sautján talsins en voru teknir upp í einni beit yfir heilan dag. Það er eins gott að vera með kveikt á hljóðnemanum. „Við tvö vorum með einn þátt og svo voru þetta sextán viðmælendur sem komu til okkar milli tvö og sex yfir einn dag. Það voru flestir með tíu mínútur nema lokalagið á plötunni, síðasti þátturinn, var óvart sautján mínútur. Það var svolítill stígandi í drykkjunni,“ segir hún. Í ofanálag var óvenju heitur sumardagur í Hafnarfirði daginn sem platan var tekin upp mollan svo þykk „að það var hægt að bíta í hana.“ „Það var drukkið mikið,“ segir Viktoría. Fjölbreytt flóra gesta kom í glerhúsið. „Það var eins og við færum með einhverja inngildingarstefnu, við vorum með alls konar lið á öllum aldri,“ segir hún. @hitamaelirinn “50% af traffík sem við upplifum hérna er útaf þessu liði” 🚘 - Hitinn mældur á Kolbeini Sveinssyni. Hitamælirinn 🌡️ á Spotify og Apple Podcast ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Tilgangslausar geirvörtur karla og annað sem pirrar Tuðið var sömuleiðis af ýmsum gerðum, sumir töluðu mikið um eitthvað eitt sem þeir hötuðu meðan aðrir tíndu til fjölda mála. „Sumir komust í stærri gír en aðrir.“ „Þetta var allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar,“ segir Viktoría um skala þess sem fólk hataði. Algóriþminn kom líka við sögu, sjálfseyðingarhvöt mannkynsins og Sálin hans Jóns mín. @hitamaelirinn Kúkur í lauginni 💩🏊♂️ - Hitinn mældur á Unni Birnu Backman 🌡️ ♬ original sound - Hitamælirinn 🌡️ Einn gesturinn tuðaði eiginlega yfir sig. „Það var einn þáttur sem var svo leiðinlegur að við nenntum smá ekki að setja hann inn en við gerðum það samt. Svo voru allir frekar hressir og góðir á því þó þeir væru að tuða,“ segir Viktoría. „Eitt málið var af hverju karlmenn hefðu geirvörtur, þær væru ekki til neins.“ Von á framhaldi „En þetta er náttúrulega alls ekki fyrir viðkvæma þetta er svo mikið gjamm. Þetta er eitt gjamm-fest,“ segir Viktoría um Hitamælinn. Næsta hlaðvarpssería verður tekin upp í ágúst „Fólk má hafa samband ef því liggur eitthvað á hjarta. Þetta er smá eins og Þjóðarsálin fyrir milljón árum þar sem þú gast hringt inn, en núna geturðu skráð þig til leiks,“ segir hún. Það er því nóg tuð framundan að sögn Viktoríu. „Fólk er alltaf að leita sér að einhverju að hlusta og það er nóg til af fokking leiðinlegu fólki sem heldur að það hafi eitthvað áhugavert að segja. En þetta er bara skemmtilegt, ef við þurfum það ekki í heiminn í dag þá veit ég ekki hvað,“ segir Viktoría að lokum.
Hlaðvörp Hafnarfjörður Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira