Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 07:28 Fyrir ekki svo löngu var Michelle Agyemang boltasækir fyrir enska landsliðið en í gær sóttu stelpur boltann fyrir hana eftir að hún skoraði jöfnunarmark Englands gegn Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi. EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira