Enski boltinn

Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexander Isak hefur verið orðaður við brottför frá Newcastle í allt sumar og er núna sagður hafa beðið um félagaskipti.
Alexander Isak hefur verið orðaður við brottför frá Newcastle í allt sumar og er núna sagður hafa beðið um félagaskipti. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Alexander Isak óskaði sjálfur eftir því að fara ekki með í æfingaferð Newcastle til Asíu og vill fara frá félaginu.

Þetta hefur David Ornstein hjá The Athletic eftir heimildum. Fyrr í dag var greint frá því að Isak færi ekki með í æfingaferðina en Newcastle sagði ástæðuna vera meiðsli.

Isak hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í allt sumar. Hann hefur helst verið orðaður við Liverpool, sem festi kaup á franska framherjanum Hugo Ekitike fyrr í vikunni en er enn sagt áhugasamt um Isak.

Liverpool er sagt tilbúið að leggja fram 120 milljónir punda til að klófesta Isak en Newcastle hefur ítrekað sagt að hann sé ekki til sölu.

Samningur Isak við Newcastle gildir til næstu þriggja ára, félagið hefur reynt að framlengja við hann samninginn en Isak hefur ekki viljað skrifa undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×