Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 07:00 Karl III Bretakonungur hrósaði enska kvennalandsliðinu í hástert. Samsett Eftir sigur enska landsliðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur hamingjuóskunum rignt yfir liðið. Breska konungsfjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja. Enska kvennalandsliðið vann frækinn sigur gegn heimsmeisturum Spánar í úrslitaleik EM sem fram fór í gær. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Með sigrinum vörðu þær ensku því Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu fyrir þremur árum á heimavelli og eðlilega hefur fólk keppst við að senda þeim hamingjuóskir. Karl III Bretakonungur sendi liðinu til að mynda falleg skilaboð eftir sigurinn. „Í fleiri ár en mig langar að muna hafa enskir stuðningsmenn sungið lagið fræga um að fótboltinn sé að koma heim,“ ritaði konungurinn. „Þegar þið komið aftur heim með bikarinn sem þið unnuð á Wembley fyrir þremur árum er það uppspretta mikils stolts, með íþróttahæfni og magnaðri liðsheild, að Ljónynjurnar hafa staðið við þessi orð.“ „Það er þess vegna sem þið eigið innilegar þakkir og aðdáun allrar fjölskyldu minnar skilið.“ „Vel gert Ljónynjur. Næsta verkefni er svo að koma heim með heimsmeistaratitilinn 2027 ef þið getið.“ Congratulations to our valiant @Lionesses! 🦁🦁🦁A message from The King following the team’s victory at the Women’s Euros 2025.#WEURO2025 pic.twitter.com/mRBAdeGSOf— The Royal Family (@RoyalFamily) July 27, 2025 Konungurinn er þó ekki sá eini sem hefur sent liðinu hamingjuóskir. Vilhjálmur prins og Karlotta prinsessa fylgdust með leiknum úr stúkunni og sögðu að þau „gætu ekki verið stoltari“ af liðinu og Keir Starmer forsætisráðherra segir að liðið hafi verið að skrifa söguna. EM 2025 í Sviss Karl III Bretakonungur Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira
Enska kvennalandsliðið vann frækinn sigur gegn heimsmeisturum Spánar í úrslitaleik EM sem fram fór í gær. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Með sigrinum vörðu þær ensku því Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu fyrir þremur árum á heimavelli og eðlilega hefur fólk keppst við að senda þeim hamingjuóskir. Karl III Bretakonungur sendi liðinu til að mynda falleg skilaboð eftir sigurinn. „Í fleiri ár en mig langar að muna hafa enskir stuðningsmenn sungið lagið fræga um að fótboltinn sé að koma heim,“ ritaði konungurinn. „Þegar þið komið aftur heim með bikarinn sem þið unnuð á Wembley fyrir þremur árum er það uppspretta mikils stolts, með íþróttahæfni og magnaðri liðsheild, að Ljónynjurnar hafa staðið við þessi orð.“ „Það er þess vegna sem þið eigið innilegar þakkir og aðdáun allrar fjölskyldu minnar skilið.“ „Vel gert Ljónynjur. Næsta verkefni er svo að koma heim með heimsmeistaratitilinn 2027 ef þið getið.“ Congratulations to our valiant @Lionesses! 🦁🦁🦁A message from The King following the team’s victory at the Women’s Euros 2025.#WEURO2025 pic.twitter.com/mRBAdeGSOf— The Royal Family (@RoyalFamily) July 27, 2025 Konungurinn er þó ekki sá eini sem hefur sent liðinu hamingjuóskir. Vilhjálmur prins og Karlotta prinsessa fylgdust með leiknum úr stúkunni og sögðu að þau „gætu ekki verið stoltari“ af liðinu og Keir Starmer forsætisráðherra segir að liðið hafi verið að skrifa söguna.
EM 2025 í Sviss Karl III Bretakonungur Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira