„Bara pæling sem kom frá Caulker“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 22:03 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira