Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 11:00 Gísli Gottskálk Þórðarson í leik með Lech Poznan í 7-1 sigri á Blikum í fyrri leiknum. Getty/Grzegorz Wajda Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni. Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Gísli Gottskálk er að komast aftur á fullt eftir meiðsli sem hafa plagað hann síðustu misseri. Hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla og ökklinn að stríða honum í sumar. Hann virðist þó vera að stimpla sig inn og skoraði auk þess að leggja upp í sigri í pólsku deildinni um helgina. Eftir það er skemmtilegt að kíkja aðeins heim til Íslands. Hann kemur heim í alíslenskar aðstæður. „Maður fékk smá hraun frá liðsfélögunum fyrir veðrið hérna en ég þurfti bara að taka það á kassann því ég get ekkert gert mikið í því,“ sagði Gísli Gottskálk í samtali við Val Pál Eiríksson. Er ekkert skrýtið að koma hingað og vera að fara á spila á móti íslensku liði fyrir hönd erlends liðs. „Jú, það er alveg skrýtin tilfinning. Mér finnst það frekar furðulegt en gaman líka. Þetta er meira skemmtilegt heldur en ekki,“ sagði Gísli. Fyrri leikurinn ytra var þá merkilegur. Poznan-liðar hreinlega völtuðu yfir Blika, unnu þá 7-1 þar sem Breiðablik var manni færra stóran hluta leiksins. Gísli kom inn sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik og sagði það einnig sérstaka tilfinningu. „Mér fannst þetta smá skrýtið. Þetta var ekki eins og ég væri að spila venjulegan leik. Það var skrýtið að spila á móti vinum sínum erlendis en svo reynir maður bara að venjast því,“ sagði Gísli. Finnur hann traust frá þjálfara Lech Poznan nú þegar hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. „Ég byrjaði fyrsta leikinn í deildinni en það eru margir leikir og það er mikið af róteringum. Ég upplifi mikið traust og ég veit að ég mun fá stórt hlutverk núna. Ég reyni að skila því eins vel og ég get,“ sagði Gísli. Leikur Breiðabliks og Lech Poznan hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Pólland Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira