Enski boltinn

Lyon krækir í leik­mann Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyler Morton í leik með Liverpool á dögunum.
Tyler Morton í leik með Liverpool á dögunum. vísir/getty

Franska liðið Lyon styrkti lið sitt í dag er það keypti ungan leikmann frá Liverpool.

Sá heitir Tyler Morton og er 22 ára gamall. Lyon greiddi Liverpool 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Morton hefur spilað fjórtán leiki fyrir Liverpool en ekki gengið að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann hefur áður farið á lán til Hull og Blackburn.

Morton var í U21 árs liði Englands á EM í sumar en enskir unnu það mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×