Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2025 15:00 Bjarni var fínn félagi hins georgíska Ketsbaia sem átti erfitt með skapið. Hann gekk berserksgang eftir sigurmark gegn Bolton og Bjarni í stúkunni. Vísir/Getty Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Bjarni samdi við Newcastle haustið 1997 og var á mála hjá liðinu í eitt ár áður en hann var seldur þaðan til Genk í Belgíu. Tíminn þar er eftirminnilegur og ekki síst fyrir tilstuðlan georgíska framherjans Temuri Ketsbaia sem var keyptur sama sumar og Bjarni af Kenny Dalglish. Ketsbaia var inn og út úr liðinu og átti erfitt með að festa sæti sitt. Ekki lá fyrir hvort hann væri framherji eða sóknartengiliður og Georgíumaðurinn í samkeppni við menn á við Alan Shearer og Jon Dahl Tomasson. Hann skoraði sigurmark Newcastle í 2-1 sigri á Bolton í uppbótartíma í janúar 1998 og Bjarni sat í stúkunni. „Þegar hann skoraði ákvað hann að fleygja treyjunni upp í stúku og algjörlega brjálaðist. Hann sparkaði í auglýsingaskilti og reyndi að rífa sig úr skónum til að fleygja þeim líka,“ segir Bjarni frá. Klippa: Enska augnablikið: Ketsbaia tekur tryllinginn „Við vorum ágætis félagar á þessum tíma. Hann var svo brjálaður vegna þess að hann fékk lítið að spila. Ég var í stúkunni og þetta situr vel eftir í minninu. Það þurfti að hjálpa honum eftir leikinn líka því hann var ennþá svo reiður,“ bætir hann við. Um samband Ketsbaia við þjálfarann segir Bjarni: „Dalglish kaupir hann. En hann var bara ekkert sérstaklega góður og átti eiginlega enga stöðu heldur. Þetta var mjög erfitt fyrir hann allt saman.“ Þrátt fyrir brjálæðið sem Ketsbaia sýndi þennan janúardag árið 1998 var hann almennt fínasti maður, að sögn Bjarna, og áttu þeir fínt skap saman. „Þetta var mjög fínn gæi, þegar hann var ekki brjálaður. Hann var almennt mjög afslappaður og rólegur. Þess vegna kom þetta svo ótrúlega mörgum á óvart,“ segir Bjarni. Þessa ótrúlegu atburðarrás og framferði Ketsbaia má sjá í spilaranum. Bjarni verður á meðal sérfræðinga í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01