Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2025 15:01 Adda og vinkonur hennar stukku upp úr sófanum og hlupu út eftir frægt sigurmark Macheda. Þær héldu áfram að hlaupa því þær þorðu ekki að horfa á lokasekúndur leiksins. Vísir/Getty Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira