Fótbolti

Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers kom til Brann eftir að hún tók þátt í Evrópumótinu með íslenska landsliðinu.
Diljá Ýr Zomers kom til Brann eftir að hún tók þátt í Evrópumótinu með íslenska landsliðinu. Getty/Pat Elmont

Diljá Ýr Zomers og félagar í Brann komust upp í toppsæti norsku deildarinnar í fótbolta á ný eftir 3-0 útisigur á Lilleström í dag.

Annað Íslendingalið, Vålerenga, tók af þeim toppsætið með 3-0 sigri á Röa fyrr í dag en Brann stelpur voru fljótar að ná því til baka.

Þetta var annar leikur Diljáar með Brann en sá fyrsti í byrjunarliðinu.

Hún lagði upp fyrsta mark Brann fyrir norsku landsliðskonuna Signe Gaupset á 29. mínútu.

Diljá fór af velli á 63. mínútu en þá var Cassandra Bogere búin að koma Brann í 2-0.

Amalie Eikeland skoraði síðan þriðja markið á 70. mínútu.

Brann er með 41 stig á toppnum eða einu stigi meira en Vålerenga. Það stefnir í mjög spennandi titilbaráttu milli Íslendingaliðanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×