Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2025 21:00 Höskuldur Hauksson er vínbóndi í Sviss. Vísir/Lýður Íslenskur vínbóndi í Sviss segir breytt neyslumynstur ungmenna hafa slæm áhrif á vínbransann. Bændur þurfi að skera niður hjá sér því sífellt færri drekka vín. Höskuldur Hauksson býr í Aargau í norðurhluta Sviss. Hann er vínbóndi i eigin rekstri, hann ræktar þrúgur og býr til úr þeim rauðvín, hvítvín og freyðivín. Ungt fólk drekkur minna eftir Covid Síðustu ár hefur neysla á víni minnkað snarlega, þá sérstaklega hjá yngra fólki. Í raun bara áfengisneysla almennt, en Höskuldur telur ungt fólk lifa heilbrigðari lífstíl en áður. „Hún hefur verið að dragast saman í nokkra áratugi, en kúrvan varð miklu brattari eftir Covid. Og það sem við erum að sjá núna er að yngri kynslóðin er að drekka sáralítið vín. Sem er fagnaðarefni, nema kannski erfitt fyrir vínbændur að glíma við það. Maður þarf aðeins að breyta til hjá sér, haga seglum eftir vindi,“ segir Höskuldur. Búið er að rífa upp fjölda vínekra um alla Evrópu vegna þessa. Höskuldur minnkaði sín umsvif verulega og neyddist til að segja fólki upp. Honum tókst að fara í þessar aðgerðir á ágætis tíma og er því í góðri stöðu í dag. „Frakkastjórn var með verkefni í gangi, þar sem rifnar voru upp fimm prósent af vínekrum landsins. Ég held að restin af Evrópu eigi eftir að gera það sama og að fimm prósent verði ekki nóg. Ég held það endi í tíu til fimmtán prósentum,“ segir Höskuldur. Einhverjir kollegar í vandræðum Vínin hans Höskuldar bera mörg hver íslensk nöfn en hann verður með smakk á Nordica á þriðjudag milli 16 og 19, þar sem hann vill kynna Íslendinga fyrir vínunum. Hann segir hægt að telja íslenska vínbændur á fingrum annarrar handar og þrátt fyrir breytt neyslumynstur, telur hann sig á ágætis stað. „Ég vonast til að markaðurinn nái að stabílasera sig, en maður veit ekki hvernig þetta endar. Ég veit að einhverjir nágranna minna sem eru í vandræðum. En ég náði að draga úr á réttum tíma, þannig vonandi dugir það. Við verðum að sjá til,“ segir Höskuldur. Matur Drykkir Áfengi Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Höskuldur Hauksson býr í Aargau í norðurhluta Sviss. Hann er vínbóndi i eigin rekstri, hann ræktar þrúgur og býr til úr þeim rauðvín, hvítvín og freyðivín. Ungt fólk drekkur minna eftir Covid Síðustu ár hefur neysla á víni minnkað snarlega, þá sérstaklega hjá yngra fólki. Í raun bara áfengisneysla almennt, en Höskuldur telur ungt fólk lifa heilbrigðari lífstíl en áður. „Hún hefur verið að dragast saman í nokkra áratugi, en kúrvan varð miklu brattari eftir Covid. Og það sem við erum að sjá núna er að yngri kynslóðin er að drekka sáralítið vín. Sem er fagnaðarefni, nema kannski erfitt fyrir vínbændur að glíma við það. Maður þarf aðeins að breyta til hjá sér, haga seglum eftir vindi,“ segir Höskuldur. Búið er að rífa upp fjölda vínekra um alla Evrópu vegna þessa. Höskuldur minnkaði sín umsvif verulega og neyddist til að segja fólki upp. Honum tókst að fara í þessar aðgerðir á ágætis tíma og er því í góðri stöðu í dag. „Frakkastjórn var með verkefni í gangi, þar sem rifnar voru upp fimm prósent af vínekrum landsins. Ég held að restin af Evrópu eigi eftir að gera það sama og að fimm prósent verði ekki nóg. Ég held það endi í tíu til fimmtán prósentum,“ segir Höskuldur. Einhverjir kollegar í vandræðum Vínin hans Höskuldar bera mörg hver íslensk nöfn en hann verður með smakk á Nordica á þriðjudag milli 16 og 19, þar sem hann vill kynna Íslendinga fyrir vínunum. Hann segir hægt að telja íslenska vínbændur á fingrum annarrar handar og þrátt fyrir breytt neyslumynstur, telur hann sig á ágætis stað. „Ég vonast til að markaðurinn nái að stabílasera sig, en maður veit ekki hvernig þetta endar. Ég veit að einhverjir nágranna minna sem eru í vandræðum. En ég náði að draga úr á réttum tíma, þannig vonandi dugir það. Við verðum að sjá til,“ segir Höskuldur.
Matur Drykkir Áfengi Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira