Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:30 Wayne Rooney fékk ekki langan tíma hjá Birmingham enda var árangurinn enginn undir hans stjórn. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira