Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2025 10:16 Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira