Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Federico Chiesa fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni, síðasta föstudag. Getty/Robbie Jay Barratt Ítalinn Federico Chiesa og umboðsmaður hans hafa nú tjáð yfirmönnum hjá Liverpool að það sé skýr ósk Chiesa að halda kyrru fyrir hjá félaginu. Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira