Lífið

Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lína Birgitta er algjör ofurskvísa!
Lína Birgitta er algjör ofurskvísa!

Athafnakonan og ofurskvísan Lína Birgitta Sigurðardóttir segist borða það sama í morgunmat alla daga, óháð því hvar hún er stödd í heiminum. 

Lína Birgitta hefur rætt opinberlega um veikindi sín en hún greindist með sjúkdóminn Crohn’s árið 2013, sjúkdóm sem tilheyrir flokki langvinnra bólgusjúkdóma í þörmum. Hún þarf því að huga vel að því sem hún lætur ofan í sig og er með góðgerla í töskunni hvert sem hún fer.

„Staðreynd um mig, ég borða það sama í morgunmat alla daga alltaf. Sama hvar ég er. Ástæðan er mjög einföld, því mér líður svo fáranlega vel af þessu sem ég borða. Ommeletta og grísk jógúrt,“ skrifa Lína við færslu á Instagram og birtir mynd af hinni heilögu máltíð.  

Lína segist ganga svo langt að ferðast með eigin eldavél. Þegar hún og Gummi fóru nýverið til Akureyrar keypti hún litla ferðaeldavél í Elko til að tryggja að ekkert kæmi í veg fyrir mikilvægustu máltíð dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.