Enski boltinn

Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eld­spýtur fylgja með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Newcastle United en hann á enn eftir þrjú ár af samningi sinum.
Alexander Isak segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Newcastle United en hann á enn eftir þrjú ár af samningi sinum. Getty/Joe Prior/

Sænski framherjinn Alexander Isak verður ekki með Newcastle á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Isak hefur ekkert verið með liðinu síðan leikmenn komu úr sumarfríi og er að gera allt til þess að komast til Liverpool.

Það er orðrómur um það að Newcastle selji Isak til Liverpool eftir leikinn í kvöld en það hefur þó ekkert verið staðfest í þeim efnum.

Stuðningsmenn Newcastle eru allt annað en sáttir með þróun mála enda Isak þeirra besti leikmaður. Liverpool liðið getur undirbúið sig undir svakalegar harðar og miskunnarlausar móttökur á St. James´s Park í kvöld.

Athygli vakti að sölumenn fyrir utan leikvanginn eru að selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir leikinn og þeir gefa kaupendum líka pakka af eldspýtum með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×